Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 44

Andvari - 01.07.1962, Side 44
154 JÓHANN S. IIANNESSON ANDVARI og skynjum, að hversu langt sem við kunnum enn að eiga ófarið á byltingar- brautinni, böfum við nú náð greinileg- um áfanga: við höfum losnað við áþján erlends valds, og við höfum losnað við áþján fátæktar. Það er satt, að bæði sjálf- stæði okkar og vclmegun standa valtari fótum en á yrði kosið. En merkileg þátta- skil eru bér engu að síður. Um langa bríð mátti svo heita, að þetta tvöfalda takmark: stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði, væri eina takmarkið, sem þjóðin vísvitandi stefndi að, eina tak- markið, sem öllum var fyllilega ljóst. Og það var lokatakmark; um það, hvað síðan tæki við, höfðu menn öllu óljósari hug- myndir. Nú er þessu takmarki náð, en ekkert jafnstórt, jafneinfalt og jafnal- mennt hefir komið í þess stað. Þótt ekk- ert kæmi til annað en þetta, væri það varla ofmælt, að cinmitt nú sé tímabært að staldra við og hugsa sig um, enda bendir margt til þess, eins og ég hefi þegar sagt, að ýmsir hafi fullan hug á því. Það virðist vera býsna margt, scm nú á að taka til athugunar, en ef dæma má eftir fjölda óánægjuraddanna, eru skóla- málin þar ofarlcga á lista. Er það að lík- indum, þegar svo er komið sem nú er, að vel má setja langa skólagöngu i flokk með sköttunum og dauðanum, þessu tvennu, sem talið hefir verið óumflýjanlegast alls á jarðríki. Ég ætla ekki hér að gefa neitt heildar- yfirlit um þá gagnrýni á skólunum og skólakerfinu, sem fram hefir komið á síð- ustu árum, og einkum á síðustu missir- um. Ég vil aðeins lýsa því yfir, að lang- flcst af þessu tagi, sem ég hefi séð, virð- ist mér réttmætt; það er að segja, að gallarnir, sem kvartað er yfir, eru flestir raunverulegir gallar. En mig langar jafn- framt að benda á það, að þessi gagnrýni er mestmegnis sundurlaus og í brotum. Menn hafa bent á heilan sæg af einstök- um göllum á skólakerfinu — smáum og stórum, en þó oftar smáum — og mikilli þekkingu, mikilli orku og miklum góðum vilja hefir verið varið til þess, að benda á leiðir til að bæta úr þessum göllum. Hitt er miklu sjaldgæfara —- þótt það sé, sem betur fer, líka til — að grund- vallaratriði séu tekin til rækilegrar athug- unar. Astæðan er eflaust sú, að þar sem einu sinni hcfir verið komið á fullmót- uðu og rækilega skipulögðu kerfi, bein- ist athyglin fyrst og fremst að einstökum atriðum kerfisins. Kerfið verður að þeirri umgjörð, sem menn fella umbótaviðleitni sína í; skipulagið bindur. En ef við ætl- um í raun og veru að komast að því, hvar og hvernig við erum á vegi stödd í kennslumálum, nægir þetta ekki. Það eru ekki einstök atriði kerfisins, heldur kerfið sjálft, sem þarf að endurskoða. „Endur- skoða“, segi ég, en ekki „breyta“, því að það er endurskoðunin, sem á að leiða í ljós, hvort breytinga er þörf. Ef það er satt, sem ég hygg að muni satt, að síð- ustu sextán ár séu eitt hið mesta breyt- ingatímabil í íslenzkri þjóðarsögu, þá er ekki nóg að spyrja nú, hversu vel skóla- kerfið þjóni því markmiði, sem því var í upphafi sett. Sízt af öllu er þetta nóg, ef hið upprunalega markmið er ýmist gleymt eða — meira og minna umhugs- unarlaust — talið sjálfsagt. Við verðum að byrja framanfrá aftur og spyrja að nýju, hvaða markmiði skólakerfið eigi að þjóna. Engin önnur spurning en þcssi getur fyllilega gert okkur ljóst, hverjum vanda endurskoðun skólakerfisins er bundin. Skólakerfi er hvorttveggja í scnn, spegil- mynd af þjóðfélaginu, sem skapar kerfið, og citt sterkasta aflið í mótun þjóðfélags- ins og viðhaldi þess. Það er því hvorki hægt að skilgreina tilgang skólakerfis né meta gildi þess án náins skilnings á sam- félaginu, sem það á að þjóna. Af slíkum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.