Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 18

Andvari - 01.01.1992, Page 18
16 GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ANDVARÍ ræði mín. Hann gerði slíkt al' hinni mestu alúð og hafði ntikið fyrir því. Þótti mér merkilegt, hve varkár hann var, hve rækilega hann kannaði gögn öll og heimildir, orðabækur, málfræðirit, hinar nákvæmustu prentanir handrita, áður en hann svaraði spurningu. Voru aðfarir hans þar rökvíslegar og vís- indalegar, blátt áfram fyrirmynd. Hann vissi vel hvað hann vissi og ekki vissi, hve margt er óöruggt í norrænum fræðum, þótt sumir vísindamenn þykist vita þar margt og margt, sem - enginn veit.4 Sigurður mun hafa lesið fyrsta bekk heima. Hann brautskráðist sem stúdent vorið 1902. Að einkunnum var hann nokkurn veginn í miðju þeirra er brautskráðust þetta vor. Námsgáfur hans munu hafa verið góðar, minnið frábært og skilningurinn skarpur. Hins vegar lágu ekki allar greinar jafnvel fyrir honum, og hann virðist hafa átt erfitt með að einbeita sér að þeim greinum sem hann hafði ekki áhuga á. Fróðleg eru ummæli Sigurðar um hinn gamla skóla sinn, en hann minnist hans á þennan hátt í skólaslitaræðu vorið 1933: Höfuðeinkenni stúdentaskólans gamla var greypt í nafn hans. Hann var kall- aður latínuskóli, sem margir kannast við. Latína, ásamt grísku, voru að- alkennslugreinir hans. . . Lítt tíðkaðist, að nemöndum væri fengin viðfangsefni til rannsóknar eður til að vinna úr á sjálfstæða vísu. Námið mjakaðist áfram, hægt og sígandi, í smá-áföngum í hverri kennslugrein. Réðu kennarar áföngum eða „settu fyrir lectíur", sem slíkt var þá kallað á venjulegu skólamáli, og er enn kallað svo. Kennslan var fólgin í prófun - var sífelld próf. Kennarar „hlýddu yfir“ eða voru „heyrarar“, eins og þeir voru fyrrum kallaðir í latínuskólum á landi hér. Þessi langa skólafræðsla, með sífelldum leiðréttingum hennar, bæði munn- legum og skriflegum, prófum og stagli, dag eftir dag, viku eftir viku, sex vet- ur samfleytt, var einatt heldur þreytandi og virtist síst andlega örvandi. Samt má henni margt til gildis telja, sem annaðhvort væri. En gildið felst ekki svo mjög í þeirri þekkingu, sem hún veitti, heldur í öðru, sem ekki er nægi- lega gaumur gefinn og nauðsynlegt er að taka fram. Það krefst mikillar að- gæslu að fara rétt með staðreyndir, jafnvel sumar, sem virðast hinar einföld- ustu og auðveldustu. Sú gerhygli verður fæstum lagin nema með langri skólaþjálfun. Má sjá þess raunaleg dæmi í bókum, blöðum og tímaritum, hve höfundar fara furðulega skakkt með efni, er þeim virtist leikur einn að skýra frá rétt og satt. Kennir slíks víðar en í stjórnmálum, þar sem trú og til- finningar og flokksfylgi glepja sýn. Það má á prenti finna margt mishermi, sem ekki stafar af óvöndugleik, heldur af skorti á góðri eftirtekt, gaumgæfð og gagnrýni á sjálfs sín anda og handa verk. Ritháttur og dómar, kveðnir upp með vissu vanþekkingarinnar, virðast bera þess merki, að höfundana brestur þjálfun í athygli og nákvæmri greinargerð. Lausalopahátturinn sprettur - ef svo má að orði kveða - af eins konar andlegum sofandaskap, sem þó getur verið furðu glaðvær og hróðugur. Menn gera ekki greinarmun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.