Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 87

Andvari - 01.01.1992, Side 87
ANDVARI „ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN" 85 hefðbundið hlutverk á sviði ástarinnar. Þannig er Vefarinn aðeins upphaf leitarinnar að nýju tilvistarsviði fyrir konur. Leit Halldórs heldur áfram í Sölku Völku, næstu skáldsögu á eftir Vefaranum mikla frá Kasmír. Það er ekki fyrr en með Sölku Völku sem konan afklæðist álagaham ástarinnar. Salka Valka tekur við af Diljá og Arnaldur af Steini Elliða. Um leið og Arnaldur kveður Sölku Völku og gengur með bundið fyrir bæði augu inn í kenningakerfi stjórnmálanna stendur Salka Valka ótrufluð í hringiðu at- vinnulífsins, fjárhagslega sjálfstæð og tilfinningalega óháð karlmönnum. Salka Valka velur þá leið að hugsa sér að maðurinn sem hún elskar sé dá- inn og sendir hann burtu. Nútímakonan er ein í bókarlok og engin von er gefin í verkinu um tilfinningalega sameiningu konu og karls í sögu Sölku Völku. Salka Valka skilur það vald sem Arnaldur gæti haft yfir henni þeg- ar hann yfirgefur hana og ákveður því að hugsa sér að hann sé dáinn. Þannig losar hún sig við tilfinningaþrá sína og þau lamandi áhrif sem Arn- aldur gæti haft á hana. Söknuðurinn tekur við af ástarþránni. Söknuðurinn er allt önnur tilfinning en höggið sem höfnunin veldur. Salka Valka hefur styrk til að stíga skref í átt til sjálfstæðis en Diljá er ekki eins sterk. Hún getur ekki greitt úr eigin tilfinningaflækju og höfundur velur ekki útgöngu- Ieið fyrir hana. Ef litið er yfir ritverk Halldórs Laxness er erfitt að finna kvenpersónur sem brjótast undan ástinni og skapa sér sjálfstæða tilvist án þess að vera á einhvern hátt háðar karlmönnum. Þær konur sem af einhverjum ástæðum eru vansælar í hjónabandi eða ástarsambandi og vilja rjúfa þau tengsl finna sér flestar annan karlmann sem þær flýja í fangið á. Vansæl eiginkona er Halldóri hugleikið viðfangsefni. Þær eru margar þreyttar og tilfinningalega vannærðar eiginkonurnar sem hann hefur skapað. Jófríður, móðir Steins Elliða, er ein þeirra. Halldór fer mjög snemma að vinna með hjónabandið og lögmál þess og ekki er auðvelt að finna mörg dæmi í verkum hans um hjónabönd þar sem maðurinn og konan blómstra sem einstaklingar. Tilvist konunnar er innan heimilisins og hún tærist upp vegna skorts á umhyggju, sem eiginmaðurinn getur ekki veitt. Hin vansæla eiginkona í verkum Hall- dórs er ýmist rík eða fátæk af veraldlegum auði. Hún tilheyrir ekki einni sérstakri stétt. Jófríður er aðeins átján ára þegar hjónabandið fjötrar hana. Hún skrifar í bréfi til Diljár: Þegar við vorum gift, fagnaði ég því að vígjast til samskonar alsnægtalífs og ég var uppalin í, og hugði gott til glóðarinnar um unað hjónabandsins, því í barnaskap mín- um hafði mér oft þótt sem hjónabandið táknaði fyllíng allra vona. Þannig hugsum við allar meðan við erum milli vita; og barmur okkar svellur einsog leirhver af þessari óskiljanlegu fýsn til að lykja um alla hamíngju himins og jarðar. En ekkert er fjær því en hjónabandið að geta satt þrár sannrar konu, ég tala ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.