Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 104

Andvari - 01.01.1992, Side 104
102 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Samfélagið í upphafi sagði að einnig væri unnt að tala um séra Jón Prímus og samfé- lagið sem andstæða póla. Pá er rétt að spyrja hvernig samfélagið líti út í verkinu. Það birtist í persónum sögunnar. Myndin af sóknarbörnunum er þessi kunnuglega nokkuð svo ýkta mynd af alþýðufólki í verkum Halldórs, fólki sem er svo hamingjusamt í því sem er einskisvert en nánast ómóttæki- legt fyrir hvers konar hugmyndafræði. í Sölku Völku segist Arnaldur „öf- unda fólkið vegna þess hvað það á smávægileg áhugamál. . . . Gott nef- tóbak er því meira virði en framkvæmd á hugsjónum jafnaðarstefnunn- ar.“18 í persónum sögunnar birtist minnimáttarkennd þess, sífelld afsökun á því að vera bara alþýðumaður og íslendingur (t.d. á bls. 239 og 251). Halldór dregur upp hinar spaugilegustu myndir af þessu fólki með hrað- frystihús sín, trukka og tertur. Hér eru það ekki neinir arftakar íslenskrar hámenningar, slíka arftaka er raunar erfitt að finna í verkum Halldórs. Séra Jón Prímus er fyndinn vegna þess að lífsviðhorf hans er upp á kant við ríkjandi viðhorf manna til lífsins. Hann gefur ekkert fyrir þá eftirsókn eftir lífsins gæðum sem einkennir samfélagið og sem er dregin fram í ýktri mynd í persónu Godmans Sýngmanns. Hann afneitar lífsviðhorfum samfé- lagsins. Afneitun hans kemur ekki fram í mótmælum heldur í frábrigðileg- um lífsstíl. Sá lífsstíll á sér rót í mýstískum lífsviðhorfum. Hann afneitar þessu samfélagi með þeim þverstæðukennda hætti að fórna lífi sínu, ef svo má segja, í þjónustunni við það.w Þjónusta Séra Jón á hvorki í stríði við samfélagið né Munda. Öðru nær. Lífsviðhorf hans krefst engra átaka. Hann er og er ekki hluti af samfélaginu, hann er í embætti en þó ekki, hann er giftur en þó ekki. Hann hefur ekki þörf fyrir kirkju, ekki frekar en Jesús sjálfur hafði þörf fyrir kirkju. Hann er þjónn hans í róttækum skilningi, þess konar skilningi sem gerir ekkert málamiðl- unarsamkomulag við umhverfið. Allar stofnanir og öll menning er í hans augum býsna fyndið og megnasti óþarfi. Hann er anarkisti! Sá sem hefur samband þarf enga milliliði. Maðurinn sem í upphafi er fyndinn og utan- veltu reynist þegar á líður sá sem er á réttri leið. Það er samfélagið sem er spaugilegt og villuráfandi og heimskulegt. Séra Jón Prímus er sá sem ber uppi boðskap sögunnar. Það er boðskapur um lífsgildi sem ganga þvert á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.