Andvari - 01.01.1992, Page 104
102
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Samfélagið
í upphafi sagði að einnig væri unnt að tala um séra Jón Prímus og samfé-
lagið sem andstæða póla. Pá er rétt að spyrja hvernig samfélagið líti út í
verkinu. Það birtist í persónum sögunnar. Myndin af sóknarbörnunum er
þessi kunnuglega nokkuð svo ýkta mynd af alþýðufólki í verkum Halldórs,
fólki sem er svo hamingjusamt í því sem er einskisvert en nánast ómóttæki-
legt fyrir hvers konar hugmyndafræði. í Sölku Völku segist Arnaldur „öf-
unda fólkið vegna þess hvað það á smávægileg áhugamál. . . . Gott nef-
tóbak er því meira virði en framkvæmd á hugsjónum jafnaðarstefnunn-
ar.“18 í persónum sögunnar birtist minnimáttarkennd þess, sífelld afsökun
á því að vera bara alþýðumaður og íslendingur (t.d. á bls. 239 og 251).
Halldór dregur upp hinar spaugilegustu myndir af þessu fólki með hrað-
frystihús sín, trukka og tertur. Hér eru það ekki neinir arftakar íslenskrar
hámenningar, slíka arftaka er raunar erfitt að finna í verkum Halldórs.
Séra Jón Prímus er fyndinn vegna þess að lífsviðhorf hans er upp á kant
við ríkjandi viðhorf manna til lífsins. Hann gefur ekkert fyrir þá eftirsókn
eftir lífsins gæðum sem einkennir samfélagið og sem er dregin fram í ýktri
mynd í persónu Godmans Sýngmanns. Hann afneitar lífsviðhorfum samfé-
lagsins. Afneitun hans kemur ekki fram í mótmælum heldur í frábrigðileg-
um lífsstíl. Sá lífsstíll á sér rót í mýstískum lífsviðhorfum. Hann afneitar
þessu samfélagi með þeim þverstæðukennda hætti að fórna lífi sínu, ef svo
má segja, í þjónustunni við það.w
Þjónusta
Séra Jón á hvorki í stríði við samfélagið né Munda. Öðru nær. Lífsviðhorf
hans krefst engra átaka. Hann er og er ekki hluti af samfélaginu, hann er í
embætti en þó ekki, hann er giftur en þó ekki. Hann hefur ekki þörf fyrir
kirkju, ekki frekar en Jesús sjálfur hafði þörf fyrir kirkju. Hann er þjónn
hans í róttækum skilningi, þess konar skilningi sem gerir ekkert málamiðl-
unarsamkomulag við umhverfið. Allar stofnanir og öll menning er í hans
augum býsna fyndið og megnasti óþarfi. Hann er anarkisti! Sá sem hefur
samband þarf enga milliliði. Maðurinn sem í upphafi er fyndinn og utan-
veltu reynist þegar á líður sá sem er á réttri leið. Það er samfélagið sem er
spaugilegt og villuráfandi og heimskulegt. Séra Jón Prímus er sá sem ber
uppi boðskap sögunnar. Það er boðskapur um lífsgildi sem ganga þvert á