Andvari - 01.01.1992, Síða 136
134
EYJÓLFUR KOLBEINS
ANDVARI
nefndir, sótt sér yrkisefni í grísku harmleikina8 og ýmsir kvikmyndahöf-
undar gert úr uppistöðum þeirra og ívafi afburða listaverk. Þar nægir að
nefna Elektru sem gríski leikstjórinn Michael Cacoyannis skapaði úr leik-
riti Evrípídesar 1961, og Medeu sem danski snillingurinn Carl Dreier samdi
handrit að, en Lars von Trier leikstýrði og frumsýnd var í danska sjón-
varpinu 1988. Þemu og minni þeirrar myndar eru einnig frá Evrípídesi
komin. Efni grísku leikritanna er síungt og skírskotar til allra manna, og
hugmyndir lifa þótt tungumálum sloti og kynslóðir safnist til feðra sinna.
Listaverk sprottin af öðrum eldri eru viðbrögð skapandi listamanns og
svar hans við hinu eldra. Að vísu má vel njóta hins síðara þótt hið fyrra sé
skoðanda ókunnugt. En ekki getur hjá því farið að hann sjái fleiri glitfleti
hins yngra og njóti þess betur ef hann gjörþekkir undanfara þess. Islensk
þýðing grísku harmleikanna er því fengur með tvennu móti. Hún opnar
glöggum lesanda nýjan heim, og hún auðgar skilning hans á þeim fjöl-
mörgu listaverkum, sem frumgerðirnar urðu kveikjan að beint eða óbeint.
Og vonandi verður hún mönnum einnig hungurvaki nánari viðkynningar.
III
Fámenni og einangrun fátækrar þjóðar ollu því að íslenskir lesendur kynnt-
ust grískri leikritun vonum seinna, og kynnin voru vart meira en nasasjón,
lengi vel. Árið 1895 kom út í Kaupmannahöfn nýtt safn ljóðmæla Gríms
Thomsens. Hann undi sér við það í elli sinni að snara fornum grískum
kveðskap á íslensku,9 og „langaði til að sýna þeim, sem amast við grískum
bókmenntum, líkast til af því, að þeir eru þeim lítt kunnugir, að kveðskap-
ur Grikkja eigi stendur neinum nýrri kveðskap á baki.“10 Auk þess voru
komnar fram tillögur um að afnema grískukennslu í Lærða skólanum og
hann vildi „stöðva það frumhlaup.“u Og skáldin 20 sem Grímur túlkaði
fyrir lesendum myndu nægja hverjum málstað til sigurs ef orð megnuðu að
stöðva framrás tímans. í því liði voru velflest höfuðskáld Grikkja, sem
kváðu mörg þau ljóð sem standa munu „óbrotgjörn í bragar túni“ meðan
menn verða læsir á gríska tungu. Hann hafði einnig þýtt nokkur brot úr
harmleikjum skáldanna þriggja Aiskhýlosar, Sófóklesar og Evrípídesar,
alls tæpar 1800 ljóðlínur, mestan part kórljóð, en auk þess glefsur úr sam-
tölum.12 Því miður var þýðingunum fálegar tekið en þýðandi hafði vonað.
Sigfús Blöndal skrifaði um þær ritdóm sem birtist í Sunnanfara sama ár og
ljóðabókin kom út.13 Hann var nokkuð harðorður um sumar þeirra og ekki
að öllu leyti sanngjarn. Grímur tók ummæli hans nærri sér,14 og hefir vænt-
anlega þótt þetta óvænt asnaspark, því Sigfús hafði búið ljóðabókina til
prentunar með öðrum.15 Síðan hafa menn látið sér hægt um þýðingar