Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 137

Andvari - 01.01.1992, Page 137
ANDVARI AFREK I ISLENSKUM MENNTUM 135 Gríms úr grísku. Þó er mála sannast að margar eru list sem ekki er ástæða til að fara í felur með. Það á ekki síst við margt úr harmleikjunum. Fangbrögðin við Aiskhýlos hafa veist honum hvað þyngst, enda margur komist þar að fullkeyptu. Stíll Aiskhýlosar er njörvaður svo reynir á þan- þol tungu, hugsunar og kennda til hins ýtrasta, endranær hleður hann sam- an torgætum orðum svo minnir einna helst á kenningar, og umritar þannig hversdagsleg hugtök. Iðulega seilist hann til forns orðaforða Hómersljóða. Málfarið er jafnan upphafið og skáldlegt. Þetta er öflugur seiður og engu líkur. Grímur hefir brugðið á það ráð að fyrna mál sitt því meir til að ná svipuðum blæ. Hann hefir auk heldur spreytt sig á kenningasmíð í anda dróttkvæða. Því eru þýðingarnar óaðgengilegri lesendum en ella, en skortir máttuga kynngi frumtextans. Fýðingar Gríms eru ágripskenndar og óná- kvæmar. Sjálfur segir hann að þær séu „fríar“. En listræn þýðing verður ekki þeim mun betri sem hún þræðir frumtextann af meiri nákvæmni, svo þetta er ekki sá ljóður sem ætla mætti. Grímur var of sjálfstæður og frum- legur til að laga sig til fulls að hugsun og framsetningu annars manns. Hann reyndi að íslenska sem best form og hugsun, enda of mikill heimsborgari til að minnkast sín fyrir „móleita íslenzka duggarabandspeisu.“16 Einlægast er að leggja sama kvarða á þýðingar hans og listaverk þeirra sem sóttu sér viðfangsefni í grískar goðsögur harmleikjanna en stældu þá ekki. Þær eru viðbrögð listamanns við list annars manns. Þær standast tæpast samanburð við gríska textann, en eru á köflum býsna góður skáldskapur. Sigfús óskar þess í ritdóminum í Sunnanfara að fleiri feti í fótspor Gríms og segir að leitt sé til þess að vita að ekki sé til eitt einasta heilt grískt leik- rit á íslenska tungu. Ummæli hans varða aðeins prentuð leikrit, því áður hafði Sveinbjörn Egilsson þýtt eitt leikrit eftir Aiskhýlos og Steingrímur Thorsteinsson annað, og báðar þýðingar eru til í heilu líki í handriti.17 Sjálf- ur fékkst Sigfús við að yrkja og þýða, og árið 1917 kom út í Reykjavík ljóðabók eftir hann. Sigfús hafði snarað nokkrum forngrískum kvæðum úr grísku og birti þau þar með öðru efni. Úr harmleikjunum voru: Kórsöngur til ástarguðsins úr sorgleiknum „Antigone“ eftir Sófókles (v. 781-800) og Kórsöngur Bakkynja úr sorgleiknum „Bakkynjurnar“ eftir Euripides (v. 862-911).18 Báða kórsöngva hafði Grímur áður þýtt. Þýðingar Sigfúsar eru að vísu nákvæmari, en hafi skáldagyðjan gefið honum undir fótinn, hefir hún vísast verið Grími mun eftirlátari. Árið 1923 kom út þýðing Sigfúsar á Bakkynjunum eftir Euripides. Hún var aðeins prentuð í 100 eintökum og er með fágætari bókum. í formála segist höfundur hafa lokið við hana sumarið 1898, en lagfært hana lítið eitt síðar.19 Hún er að mörgu leyti vel af hendi leyst. Sigfús var cand. mag. í fornmálunum og því prýðilega í stakk búinn til að þýða úr grísku, enda auðséð að hann skilur frumtextann til hlítar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.