Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 171

Andvari - 01.01.1992, Page 171
ANDVARI „ÞE1TA LIF VAR HANS ' 169 þegar Benedikt hefur viðdvöl á einum bænum þá furðar bóndinn á bænum sig á þessu uppátæki sem er honum fullkomin ráðgáta, „að leggja jafnvel líftóruna í sölurnar til þess eins að bjarga fáeinum flökkurollum, sinni úr hverri áttinni!“. (bls. 13) En ferðinni er samt lýst sem þrekraun og hetjudáð, með allri þeirri spennu í frásögn sem fylgir áhættum og óvissu um lyktir ferðarinnar. Bene- dikt er ósérhlífinn og staðfastur í ákvörðun sinni. Hann sýnir óbilandi kjark þegar hættan er mest, og þrautseigju þrátt fyrir að ferðin verði miklu lengri og erfiðari en hann gerði ráð fyrir. Hinum hagsýna bónda sem verð- ur fyrst á vegi Benedikts, finnst að ferðin sé ekki áhættunnar virði, og kall- ar það oflátungshátt að bjóða höfuðskepnunum birginn af ekki meira til- efni. En aðrir sem verða á vegi hans sýna honum meiri samúð, þótt enginn spyrji hann hvers vegna hann sé að þessu. Enda er Benedikt ekki mál- glaður maður, finnur enga þörf fyrir að útskýra sig eða réttlæta fyrir öðrum og heldur sínu striki eins og ekkert sé sjálfsagðara. Einfaldri sögu um sérvitring er umbreytt í hetjusögu, og hetjusagan tek- ur á sig goðsagnakennt yfirbragð. Þegar húsfreyjan á Botni útbýr ríflegt nesti fyrir Benedikt, segir hann í spaugi: „Maður skyldi ætla að ég væri á leið út í eyðimörkina“. (bls. 21) Eins og í goðsögum er hetjunni gert að hverfa úr öllu mannlegu samfélagi og leggja leið sína gegnum auðnina, þar sem lagðar eru fyrir hann erfiðar þrautir sem hann verður að sigrast á, og bjarga því sem er glatað, áður en hann getur snúið aftur til fyrri heimkynna og uppruna. En það er ekki beinlínis markmið sögunnar að hefja hinn óbreytta íslenska alþýðumann til vegs sem goðsagnaveru. Höfundur ætlar sér aðra hluti með sögunni. II Strax á fyrstu blaðsíðu er gefin skýring á hegðun Benedikts. Flökkukind- urnar „skyldu ógjarna krókna eða horfalla á heiðum uppi af þeirri einni ástæðu að enginn nennti eða treysti sér til að leita þeirra og bjarga þeim til byggða. Einnig þetta voru lífverur, skepnur gæddar holdi og blóði, og það hafði æxlast svo að hann bar einhvers konar ábyrgð á þeim.“ (bls. 9) Hvers konar ábyrgð er ekki gott að segja. Eær sögupersónur sem verða á vegi Benedikts telja a.m.k. að hann beri ekki nokkra ábyrgð á þessum kindum; hann á þær ekki einu sinni. Hann ber greinilega ekki ábyrgð á þeim á sama hátt og maður ber ábyrgð á eign, heldur frekar á sama hátt og manni ber skylda til að hjálpa öðrum sem eru í bráðum háska, ef tækifæri gefst til. En hér eiga sauðkindur í hlut og flestir í sögunni virðast álíta að það sama eigi ekki við, vegna áhættunnar sem fylgir því að reyna að bjarga kindunum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.