Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 29
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 27 Gunnar Thoroddsen borgarstjóri brá á það ráð að taka ekki sjálfur sæti í bæjarráði, heldur hagnýta sér seturétt sinn þar án atkvæðisrétt- ar og gegna þó formennsku í ráðinu, og var þá Guðmundur líka kjör- inn í bæjarráð. Hefur sá siður haldist síðan, að borgarstjóri hefur set- ið sem formaður með málfrelsi og tillögurétti í bæjarráði (sem heitið hefur borgarráð frá 1962), en án atkvæðisréttar. Eftir þetta fyrsta kjörtímabil, sem Geir sat í bæjarstjórn, vann Sjálfstæðisflokkurinn mikinn kosningasigur í Reykjavík árið 1958. Hlaut hann 57,7% at- kvæða og tíu borgarfulltrúa. Ekki er vafi á að Sjálfstæðisflokkurinn naut hins vinsæla borgarstjóra Gunnars Thoroddsens og einnig hins, að vinstri stjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar hafði setið í landinu frá 1956, og var í mjög litlu áliti og hrökklaðist hún frá í des- ember. Baðst Hermann Jónasson lausnar, en Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins, og sömdu þessir tveir flokkar við Alþýðubandalagið um endurbætur á kj ördæmaskipaninni. Tvennar þingkosningar voru háðar árið 1959, hinar síðari sam- kvæmt nýrri kjördæmaskipan. Sjálfstæðisflokkurinn vann þar góða sigra, og myndaði Ólafur Thors stjórn hans og Alþýðuflokks, hina svonefndu viðreisnarstjórn, sem orðið hefur langlífust og farsælust allra íslenskra ríkisstjórna. Ólafur lagði áherslu á að fá Gunnar Thoroddsen með sér og Bjarna Benediktssyni inn í stjórnina, ekki síst til að græða gömul sár og til að gefa þeim tveimur mönnum, sem Ólafur sá að yrðu væntanlega fremstir í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins að honum gengnum, tóm og tækifæri til að æfast í sam- starfi. Gunnar sagði borgarstjórastarfinu aðeins lausu í eitt ár, og varð þess vegna að velja nýjan borgarstjóra til bráðabirgða. Að ráði Gunnars voru þau Auður Auðuns, sem verið hafði forseti bæjar- stjórnar, og Geir Hallgrímsson ráðin borgarstjórar í eitt ár, frá 19. nóvember 1959, en Gunnar varð sjálfur forseti bæjarstjórnar. Fór Geir með fjármál og verklegar framkvæmdir. Töldu stuðningsmenn Geirs, að Gunnar væri tregur til þess að afhenda honum einum þessa valdamiklu og virðulegu stöðu. En þegar árið var senn liðið, varð um það samkomulag, að Gunnar segði starfi sínu endanlega lausu, Geir Hallgrímsson yrði einn borgarstjóri til loka kjörtímabilsins, en Auð- ur Auðuns yrði á ný forseti bæjarstjórnar. Hafði Geir bent Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni, formanni og varaformanni Sjálfstæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.