Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 68

Andvari - 01.01.1994, Síða 68
66 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI inda og loftborinna hugvísinda. Og það sem meira er: Slík viðurkenning haggar í raun ekki heldur hugmyndinni um sameðli allra sannra fræða. I fyrsta lagi má minna á að það að mannlegar athafnir séu frjálsar merkir ekki hið sama og að þær séu handahófskenndar. Sigurður Nordal hamrar að vísu oft á því í ritum sínum, eins og fleiri, að lifandi menn sé „ekki hægt að reikna út“. Það verði „að finna til þeirra og til með þeim“, gera allar áætlanir og umgerðir um þá álíka hreyfanlegar og mennirnir eru.10 Þetta er þó í besta falli hálfsannleikur. Maðurinn er hagsýn skynsemisvera: homo economicus jafnt og homo sapiens. Að sjálfsögðu eru skynsemisbrestir til og sumir menn nær óútreiknanlegir í breytni sinni. En því betur sem við þekkjum til fólks, þeim mun nær förum við um hvernig það muni bregðast við nýjum aðstæðum. Ástæðan er sú að menn bregðast venjulega við þeim á skynsamlegan hátt: reyna að „hámarka eigin hagsæld“, eins og komist yrði að orði á máli hagspekinnar. Slíku lýsa ákvarðana- eða valfræðin sem sprungið hafa út í öllu sínu veldi sfðustu áratugi og hvíla á því skynsemis- eðli mannlegra ákvarðana sem ljær forspám um athafnir okkar talsverðan áreiðanleik. Það er þannig meira en lítil sinna í óráði mannlífsins, þó að hún komist kannski aldrei í jafnkvisti við áreiðanleik biljarðsborðsins. í öðru lagi má benda á að öll fræði og vísindi eru einatt að lýsa hinum sama veruleika þótt frá ólíkum hliðum sé. Dæmi: Kokkáll skýtur friðil konu sinnar í ofsafengnu afbrýðiskasti. Heimspekingurinn hefur áhuga á þeim skoðunum sem lágu afbrýðiseminni til grundvallar, sálfræðingurinn á þeim kenndum sem bærðust innra með eiginmanninum, lögfræðingurinn á því hvort viðkomandi verði dæmdur sekur um morð eða manndráp, eðlis- fræðingurinn á hraða skotsins sem hleypt var úr byssunni, hjúkrunarfræð- ingurinn á eðli þeirrar umhyggju sem auðsýna verður eiginkonunni eftir að hún leggst inn á spítala með taugaáfall, hagfræðingurinn á því hvernig framboð og eftirspurn hafi ráðið verði byssunnar sem hinn kokkálaði keypti og svo framvegis. Sjálfsagt mætti, af stakri samviskusemi, draga mörk á milli þeirra sjónarhorna þessa atburðar sem vörðuðu náttúruvísindi og hinna sem snertu mannleg fræði. Það er hins vegar með öllu óljóst að önnur væru eitthvað loftbornari en hin eða að slík skipting raskaði því sameðli allra fræða og vísinda að reyna af fremsta megni að skilja heiminn í kringum okkur. Þetta tengist svo beint þriðju rökunum sem færa má að sameðliskenning- unni, en þau eru aðferðafræðileg. Finnur Jónsson, prófessor í Kaupmanna- höfn, lét eitt sinn þau orð falla að í öllum vísindum væri aðeins ein rétt að- ferð og að hún nefndist heilbrigð skynsemi.11 Hvað sem viljafrelsi mannsins líður þá verður ekki betur séð en að svipuð aðferðafræði ætti að geta ein- kennt allar tegundir vísinda, hvort sem þau kallast náttúruvísindi, hugvís- indi eða eitthvað annað. Við reynum að beita því eina sem við höfum úr að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.