Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 137

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 137
ANDVARI FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLPÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS 135 vel saman í einum flokki seint á tuttugustu öld, svo að eitt dæmi sé nefnt. Aðalatriðið er, að skilningur okkar á þróun þjóðlífsins síðustu eitt hundrað árin glæðist við að líta á hana augum Guðmundar Hálfdanarsonar, sem togstreitu hins gamla bændaveldis og hins nýja útgerðarskipulags, sjálfs- þurftarbúskapar og markaðskerfis, strjálbýlis og þéttbýlis, bændastéttar annars vegar og verkamanna, sjómanna og útgerðarmanna hins vegar. Báðar ritgerðir Stefáns Ólafssonar í þessu verki eru fróðlegar og fram- bærilegar. Önnur er um kenningar félagsvísindamanna um umskiptin á Vesturlöndum, þegar nútíminn gekk í garð. Þar reifar Stefán stuttlega hug- myndir Adams Smiths, Karls Marx, Tocquevilles, Herberts Spencers, Durkheims og fleiri hugsuða. Stefán gerir þó furðu litla grein fyrir einu mesta framlagi Smiths til skilnings á nútímanum: Þegar komið er út úr grenndarskipulaginu, þar sem menn þekkja hver annan persónulega og eru auk þess oftast náskyldir, tekur við samvinna á forsendum gagnkvæms hags án beinna kynna; þá er komið í hið útvíkkaða skipulag, „the Great Society“, eins og Adam Smith kallaði það, þar sem menn eru ekki pers- ónulegir vinir, heldur viðskiptavinir, og almennar Ieikreglur ráða í stað persónulegs trúnaðartrausts. Hin ritgerðin er um íslenska velferðarríkið í samanburði við velferðarríkin í Norður-Evrópu. Stefán bendir á það, að ríkisútgjöld eru hér lægri en annars staðar á Norðurlöndum og velferðar- kerfið ekki eins víðtækt. Telur hann ýmsar skýringar til á því, meðal annars þá að íslenska þjóðin er yngri en grannþjóðirnar, svo að fleiri eru hér sjálf- bjarga, og þá að vinstri flokkar hafa ekki verið eins áhrifamiklir hér og annars staðar á Norðurlöndum. Helsti annmarki á lýsingu Stefáns er hins vegar sá, að hann virðist líta á velferðarríkið eins og sjálfsprottið fyrirbæri, eðlilegt afsprengi friðsamlegrar þróunar, þótt sú kenning sé að minnsta kosti ekki fráleit, að það eigi sér aðallega rætur í atkvæðakaupum og yfir- boðum stjórnmálamanna frá Bismarck að telja til okkar daga. Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifar greinargóða ritgerð um fólksfjölgun og byggðaþróun 1880-1990. Fjórar tölur segja þar sitt. Árið 1880 voru Islend- ingar 72.445, en árið 1990 voru þeir 255.708; árið 1890 bjuggu um 12% landsmanna í þéttbýli, en um 89% árið 1990. Gísli Ágúst kemst að þeirri niðurstöðu, að fólksfjölgun og byggðaþróun hafi hérlendis farið eftir svip- uðum brautum og annars staðar í Evrópu. Þótt frjósemi hafi minnkað, hafi dregið stórkostlega úr barnadauða og meðalævi lengst, svo að fólki hafi fjölgað talsvert. Nú sé barnadauði á íslandi raunar einhver hinn lægsti í heimi. Algengustu dánarorsakir séu nú ekki lengur smitsjúkdómar, eins og á nítjándu öld, heldur hjarta- og kransæðasjúkdómar og krabbamein, auk öldrunartengdra sjúkdóma. íslendingum hafi fjölgað hægar á nítjándu öld en öðrum Norðurlandaþjóðum, en hraðar á hinni tuttugustu. Gísli Ágúst telur eins og Guðmundur Hálfdanarson, að flutningur úr strjálbýli í þétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.