Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 78
76 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI Þessi viðbrögð þurftu í raun fáum að koma á óvart. Þriggja mílna land- helgin, sem tíðkaðist víða fyrir stríð, hafði aldrei notið mikils fylgis í róm- önsku Ameríku. Með útfærslunum á árunum 1945-1948 var þriggja mílna landhelgi úr sögunni í þessum heimshluta. I Evrópu hélt hún velli í nokkur ár til viðbótar, en eins og sagt verður frá í næsta kafla, brugðust íslendingar skjótt við og árið 1948 var þeim ekkert að vanbúnaði að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna. 3. Útfærsla íslensku fiskveiðilögsögunnar í fjórar sjómílur Tíðindum af Trumanyfirlýsingunum var vel tekið hér á landi, en veiðar er- lendra togara á grunnslóð við landið ollu mörgum miklum áhyggjum. A millistríðsárunum höfðu íslensk stjórnvöld gert ítrekaðar tilraunir til að fá þriggja mílna landhelginni frá 1901 breytt með samningum, en ætíð án ár- angurs.7 Þegar fregnir bárust af frumkvæði Bandaríkjamanna töldu margir hérlandsmenn sjálfsagt að grípa tækifærið, krefjast yfirráða yfir landgrunn- inu og lýsa öll grunnmið, firði og flóa verndarsvæði. Með þeim hætti mætti vernda fiskistofnana. Þetta var þó hægara sagt en gert og ráðamönnum var ljóst frá upphafi, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar hlyti að krefjast ná- kvæms undirbúnings og byggjast á traustum laga- og efnahagslegum rök- um. Sjö ár liðu frá því Trumanyfirlýsingarnar voru gefnar út vestur í Wash- ington og þar til fslendingar færðu fiskveiðilögsögu sína út í fjórar sjómílur. Á þessum árum unnu íslensk stjórnvöld dyggilega að undirbúningi málsins, heima og erlendis. Verður nú þróun málsins rakin skref fyrir skref, áður en vikið verður að sjálfri útfærslunni. Fyrstu merki þess að íslendingar hugsuðu sér til hreyfings í landhelgis- málinu urðu lýðum ljós þegar í ársbyrjun árið 1946. Er alþingi kom saman í janúar báru tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, fram þingsályktunartillögu um uppsögn landhelg- issamningsins frá 1901. í athugasemdum með tillögunni sagði, að vegna ákvæða samningsins væru um 90 af hundraði allra fiskimiða við landið utan landhelgi og væri því erfitt að vernda fiskistofnana fyrir ágangi. Þingmenn- irnir voru ófúsir að láta nokkuð uppi um það, hvert ætti að verða næsta skref í málinu, en lögðu áherslu á að fyrst af öllu yrði að segja samningnum upp. Fyrr væri örvænt um árangur. Flutningur þessarar tillögu hlýtur að teljast einskonar fyrsta skref, tilraun til að koma hreyfingu á málið og vekja umræður um það. Er þingsályktun- artillagan kom til umræðu í þinginu kom í ljós að flestir þingmanna voru á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.