Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 45
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
43
lagt níu þingsætum færra en Sjálfstæðisflokkurinn. En eftir kosning-
arnar voru þessir tveir sósíalista- eða félagshyggjuflokkar með átta
þingsæti umfram Sjálfstæðisflokkinn. Slík höfðu umskiptin verið:
Sósíalistaflokkarnir höfðu styrkt stöðu sína gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum um 17 þingsæti samtals.
XI
Eftir þingkosningarnar 1978 voru hlutföll að vísu þannig, að Sjálf-
stæðisflokkurinn gat með sínum 20 þingmönnum myndað stjórn með
hverjum hinna flokkanna sem var. En þar á bæjum var lítill áhugi á
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og eftir langar og erfiðar viðræður
vinstri flokkanna myndaði formaður Framsóknarflokksins, Ólafur
Jóhannesson, nýja vinstri stjórn, þrátt fyrir að ósigur Framsóknar-
flokksins í kosningunum hefði raunar verið enn meiri en Sjálfstæðis-
flokksins. Hin nýja vinstri stjórn var þegar í upphafi mjög ósamstæð,
og einn aðsópsmesti og vinsælasti þingmaður Alþýðuflokksins, Vil-
mundur Gylfason, var nánast í stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðismenn voru að vonum áhyggjufullir yfir hinum miklu
ósigrum flokks síns í tvennum kosningum, og sumarið 1978 hélt
Heimdallur í Reykjavík mjög fjölmennan fund um úrslitin, þar sem
við Friðrik Sophusson núverandi fjármálaráðherra vorum framsögu-
menn, en síðan voru pallborðsumræður með þeim Geir Hallgríms-
syni, Gunnari Thoroddsen, Albert Guðmundssyni, Birgi Isleifi
Gunnarssyni og Ragnhildi Helgadóttur. Var þar í fyrsta skipti rætt
opinskátt um þá togstreitu, sem lengi hafði verið í flokknum á milli
þeirra Geirs og Gunnars Thoroddsens, og lýstu þeir ágreiningsefnun-
um, eins og þau horfðu við þeim. Þá skipaði miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins nefnd til að kanna kosningaúrslitin, og voru nokkrar skipu-
lagsbreytingar gerðar í framhaldi af skýrslu frá henni á landsfundi
1979, nefndum á vegum flokksins fjölgað og einnig fjölgað í mið-
stjórn.
Skipulagsbreytingar voru þó ekki aðalumræðuefnið á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var 3.-6. maí 1979 í Reykjavík, held-
ur hverjir skyldu skipa forystusess í flokknum. Þá var í fyrsta skipti
boðið fram gegn sitjandi formanni flokksins, því að Albert Guð-
mundsson gaf kost á sér til formanns. Úrslit urðu þau, að Geir Hall-