Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 106

Andvari - 01.01.1994, Page 106
104 SVEINN YNGVI EGILSSON ANDVARI ford 1982) og bókina Poetic Form and British Romanticism sem Stuart Curran sendi frá sér fyrir átta árum (Oxford 1986). í hugleiðingum mínum hér á eftir miða ég við nýjan skilning þessara höfunda á hugtakinu genre eða bókmenntagrein - að það sé ekki fast heldur breytilegt fyrirbæri og í sífelldri endurnýjun frá einu skáldverki til annars. Hulduljóð í vorhefti Skírnis 1992 skrifaði Dagný Kristjánsdóttir ítarlega grein um Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar og reyndi þar m. a. að lesa þau í ljósi klassískrar mælskufræði.1 Þetta er athyglisverð tilraun og margt fróðlegt kemur upp úr kafinu í greiningu Dagnýjar. Hins vegar held ég að byggingu kvæðisins og reyndar margt í formi þess megi betur skýra með hliðsjón af þeirri bókmenntagrein sem það virðist taka mið af heldur en út frá klass- ískri mælskufræði. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að Hulduljóð sverji sig mjög í ætt við svokallaðar pastoral elegíur og fram hjá því verði ekki gengið í túlkun á kvæðinu. Það er margt sem erfitt er að skýra og skilja í Hulduljóðum og stafar sjálfsagt sumpart af því að kvæðið er ekki fullort eða frágengið frá höf- undarins hendi. Ekki hefur það heldur orðið til að einfalda málið að fyrri útgefendur færðu niðurlag kvæðisins til í prentun og settu það framar en handrit skáldsins gefur til kynna. Úr þessu var bætt nýlega (í Ritverkum Jónasar Hallgrímssonar. Reykjavík 1989) og lýkur kvæðinu þar á erindum smalans sem „fer að fé og kveður“ eins og segir í eiginhandarriti. En þá hafa vaknað nýjar spurningar. Af hverju lætur Jónas kvæðið enda á ljóðum smalans? Mér sýnist Dagný Kristjánsdóttir eiga í nokkrum erfiðleikum með þennan hluta kvæðisins í greiningu sinni, finnist hann ekki vera eig- inlegur hluti af byggingu þess: „Ljóð smalans um skáldið Eggert er eins konar RS. eða eftirskrift, eða það sem var ekki hægt að segja í Hulduljóð- um.“2 Annað atriði í byggingu kvæðisins sem vekur furðu er skapheit fordæm- ing skáldsins á lélegri uppfræðslu og smekkleysi landa sinna í skáldskapar- efnum (4.-6. erindi). Frægasti hluti hennar hljómar svona (5. erindi): Að fræða! hvur mun hirða hér um fræði? heimskinginn gjörir sig að vanaþræl, gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði, leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður, bragðdaufa rímu þylur vesæll maður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.