Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 119

Andvari - 01.01.1994, Side 119
ANDVARI SVO ER MÁL MEÐ VEXTI 117 Tiltölulega mjög skammt er síðan annað yfirgripsmikið og vandað verk um íslensk orðtök kom út. Hér er átt við 3. útgáfu, 1991, aukna og endur- skoðaða, af Islenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar en orðtakasafn hans kom fyrst út 1968. Útgáfan frá 1991 er stór, 569 bls., en hefur þó að geyma töluvert færri orðasambönd en Mergur málsins. Þess ber að geta að verk Halldórs geymir einkum myndhverf orðtök en Jón tekur mun meira í sitt rit af föstum orðasamböndum ýmiss konar öðrum en orðtökum, eins og hann gerir grein fyrir í formála. í þriðja lagi er hér skylt að geta bókar Sölva Sveinssonar, íslenskra orð- taka með skýringum og dœmum úr daglegu máli (253 bls.), sem út kom 1993 en grundvöllur hennar er íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar sem fyrr er nefnt. Sölvi segir í formála að bókin sé samin til þess að skýra orðtök, uppruna þeirra og notkun með dæmum úr daglegu tali. Orðtök geti verið framandi ungu fólki sem þekkir ekki til aðstæðna í gamla bændasam- félaginu. Sölvi skiptir orðtökunum í flokka eftir uppruna og telur það vera til hægðarauka fyrir unga notendur bókarinnar. Kaflarnir heita: Á sjó, Milli fjalls og fjöru, Orðtök úr hernaði, Orðtök úr íþróttamáli, Að tafli og spil- um, Líkamshlutar í orðtökum og Ýmis orðtök. Stundum er erfitt að vita með vissu hvað hafi legið að baki því að tiltekið orðasamband varð til, t.d. orðasamböndin e-ð er fyrir neðan allar hellur og skammast sín niður fyrir allar hellur. Þeim sem áhuga hafa á mismunandi upprunaskýringum má benda á að Haraldur Matthíasson skrifaði skil- merkilega grein í Lesbók Morgunblaðsins 27. ágúst 1994 og benti þar á aðr- ar skýringar á uppruna nokkurra orðtaka en þær sem höfundar fyrr- greindra bóka nefna. III Eins og fyrr segir eru tvær handbækur um íslensk orðatiltæki nýlega komn- ar fram á sjónarsviðið og hin þriðja er aukin og endurskoðuð frá fyrri út- gáfum. Til fróðleiks (og til frekari samanburðar á bókunum þremur) verð- ur nú stuttlega vikið að íslenskum orðatiltækjum sem hafa hjarta sem aðal- orð. Áður en lengra er haldið skal nefnt að fjölmörg orðtök í íslensku eiga er- Iendar rætur. Þótt enn sé margt ókannað í þessu efni eru ýmsar upplýsingar um erlendar samsvaranir íslenskra orðatiltækja í Merg málsins eftir Jón G. Friðjónsson og íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að geta þess einnig að Svavar Sigmundsson (1994) tók saman til viðbótar allmörg dæmi um að íslensk orðatiltæki eigi sér samsvar- anir í dönsku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.