Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 156
154
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
óskabörn bókmenntasögunnar. Hann komst raunar aldrei á skrið við
skáldskapinn, virðist fremur hafa verið skáld augnabliksgeðhrifa en harðr-
ar ástundunar, og aldrei gaf hann út ljóðabók í lifanda lífi þrátt fyrir endur-
teknar áætlanir um það. Tuttugu árum eftir dauða skáldsins, 1952, safnaði
Halldór Laxness saman verkum hans í litla bók, Kvæði og ritgerðir; hún var
reyndar endurútgefin hjá Menningarsjóði 1986, aukin einu kvæði aðeins,
með öllum skrifum Halldórs um Jóhann, og heitir nú Ljóð og ritgerðir. Það
kemur fram í fyrrnefndum greinum í Skírni að fleira er til af skáldskap eftir
Jóhann í handritum. í bréfunum til Friðriks eru nokkur ljóð og hafa sum
þeirra ekki verið prentuð áður. Vönduð heildarútgáfa á ljóðum Jóhanns
bíður því ennþá. Það er slæmt að standa þannig að útgáfu á ritum látinna
skálda að hálfverknaður tefji fyrir því, ef til vill áratugum saman, að verkið
sé unnið á fullnægjandi hátt. Má nefna ýmis dæmi um slíkt. Þannig var látið
undir höfuð leggjast að kanna handrit Jóhanns Sigurjónssonar þegar síð-
asta útgáfa á ritsafni hans kom 1980.
Jóhann Jónsson er framan af óráðinn ungur maður eins og gengur. Bréf-
in til Friðriks eru skrifuð á ýmsum stöðum eftir að hann yfirgefur Ólafsvík,
í Hafnarfirði, Reykjavík, Akureyri og víðar. Hann er rómantískur ungl-
ingur og segir í fyrsta bréfinu, sextán ára: „Nú get ég sagt þér þá gleðifrétt
að við Kristinn Guðbrandsson erum orðnir eiðsvarnir vinir og vona ég að
við verðum það héðan af. Við erum búnir að stíga á stokk og strengja þess
heit að ferðast til útlanda í fornmannabúningi og teljum víst að þú fylgist
með. Ég hefi ekki rúm hér til að skrifa þér alla reglugjörð þeirrar farar og
áætlun en tilgangurinn er að vinna fyrir aðra; þjóðina okkar smáu og landið
fagra!“ (42)
Svona hugsa unglingar, og hugsuðu ekki síst á blómaskeiði ungmennafé-
lagshreyfingarinnar, en það gengur misjafnlega að koma hugsjónunum nið-
ur á jörðina. Og um Jóhann er það mála sannast að lítið kom út úr hug-
myndum hans, eins og vinir hans hafa oft sagt frá. Stundum hafa menn
kennt ytri aðstæðum um, fátækt og heilsubresti, skorti á stuðningi umhverf-
isins. Það gerir til að mynda Kristinn E. Andrésson í andheitri minningar-
grein (m.a. prentuð í ritgerðasafninu Um íslenzkar bókmenntir I). Víst er
þó að örðugleikar Jóhanns stöfuðu eins mikið af innri hömlum. Hann er sí-
fellt að skrifa vinum sínum um verk sem hann ætli að vinna, sögur og ljóð
sem hann ætli að skrifa en lítið verður úr. - Jóhann var frábær upplesari að
sögn, kom það fram þegar á skólaárum og lýsir Halldór Laxness því minni-
lega í Grikklandsárinu, endurpr. í Ljóð og ritgerðir.
Jóhann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1920 og hélt árið eftir til Þýska-
lands, bjó lengst af í Leipzig. Hann er sagður hafa stundað bókmenntanám
við háskólann þar, en við eftirgrennslan fundust þess raunar engin merki
að hann hefði innritað sig í háskólann (sbr. Skírnisgrein Inga Boga Boga-