Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 40
38
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
Thoroddsen yrði ráðherra né vera sakaður um að gera það ekki. Þá
var staða Ingólfs Jónssonar viðkvæm, auk þess sem upp voru komnir
öflugir þingmenn sem gerðu kröfur til, að til þeirra yrði litið. Eftir-
menn Geirs í formannsembætti hafa hins vegar báðir kosið að gera
sjálfir tillögu um ráðherraefni, eftir viðræður við þingmenn.
Kergja eftir ráðherravalið og stjórnarsamstarfið reyndist Geir
Hallgrímssyni að ýmsu leyti örðugt. í ríkisstjórninni sat yfirlýstur
keppinautur hans um forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum, Gunnar
Thoroddsen, og þótt samstarf þeirra Gunnars væri slétt og fellt á yf-
irborðinu, var undir niðri gagnkvæm tortryggni. Gunnar átti þétt og
ákaft fylgi í Sjálfstæðisflokknum, og litu stuðningsmenn hans ætíð
svo á, að Gunnar væri þriðji maður frá Ólafi Thors, á eftir Bjarna.
Geir væri því í fjórða sæti. Magnús Jónsson, sem kjörinn hafði verið
varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1973, sem fyrr segir, veiktist alvar-
lega skömmu síðar, og lét Gunnar Thoroddsen þá eindregna ósk í
ljós um að verða eftirmaður hans. Sumir stuðningsmanna Geirs vildu
hafna þessari ósk, hvort sem þeir hefðu haft til þess atkvæðastyrk
eða ekki, en Geir vildi mikið til vinna að hafa frið innan Sjálfstæðis-
flokksins, svo að niðurstaðan varð, að Gunnar Thoroddsen var kjör-
inn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi haustið
1974.
Átökin á milli þeirra Geirs og Gunnars komu berlega fram í hinu
svonefnda Vísismáli árið 1975. Þá hafði meirihluti Reykjaprents, út-
gáfufélags Vísis, ákveðið að ráða Þorstein Pálsson, sem var þá blaða-
maður á Morgunblaðinu og talinn eindreginn stuðningsmaður Geirs
Hallgrímssonar, ritstjóra blaðsins, en flytja þáverandi ritstjóra, Jónas
Kristjánsson, í annað starf. Með stuðningi Gunnars Thoroddsens og
nokkurra annarra áhrifamanna ákváðu Jónas Kristjánsson og Sveinn
R. Eyjólfsson að una þessu ekki, og stofnuðu Sveinn og Jónas nýtt
síðdegisblað, Dagblaðið, sem tók frá upphafi afstöðu gegn Geir
Hallgrímssyni. Var Albert Guðmundsson meðal hluthafa í hinu nýja
blaði. Þessi tvö síðdegisblöð háðu harða samkeppni, þangað til þau
sameinuðust loks árið 1981. Hafði Dagblaðið betur í þeirri viðureign.
Til að bæta Ingólfi Jónssyni tapað ráðherrasæti var hann gerður að
stjórnarformanni Framkvæmdastofnunar ríkisins og varð sú stofnun
mjög frek til íjárins á kjörtímabilinu. Ekki er vafi á, að Geir þótti
fjárausturinn í Framkvæmdastofnun óbærilegur, en staða Ingólfs var
slík að ekki varð við ráðið. í ríkisstjórninni sat líka fyrrverandi for-