Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 40
38 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI Thoroddsen yrði ráðherra né vera sakaður um að gera það ekki. Þá var staða Ingólfs Jónssonar viðkvæm, auk þess sem upp voru komnir öflugir þingmenn sem gerðu kröfur til, að til þeirra yrði litið. Eftir- menn Geirs í formannsembætti hafa hins vegar báðir kosið að gera sjálfir tillögu um ráðherraefni, eftir viðræður við þingmenn. Kergja eftir ráðherravalið og stjórnarsamstarfið reyndist Geir Hallgrímssyni að ýmsu leyti örðugt. í ríkisstjórninni sat yfirlýstur keppinautur hans um forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum, Gunnar Thoroddsen, og þótt samstarf þeirra Gunnars væri slétt og fellt á yf- irborðinu, var undir niðri gagnkvæm tortryggni. Gunnar átti þétt og ákaft fylgi í Sjálfstæðisflokknum, og litu stuðningsmenn hans ætíð svo á, að Gunnar væri þriðji maður frá Ólafi Thors, á eftir Bjarna. Geir væri því í fjórða sæti. Magnús Jónsson, sem kjörinn hafði verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1973, sem fyrr segir, veiktist alvar- lega skömmu síðar, og lét Gunnar Thoroddsen þá eindregna ósk í ljós um að verða eftirmaður hans. Sumir stuðningsmanna Geirs vildu hafna þessari ósk, hvort sem þeir hefðu haft til þess atkvæðastyrk eða ekki, en Geir vildi mikið til vinna að hafa frið innan Sjálfstæðis- flokksins, svo að niðurstaðan varð, að Gunnar Thoroddsen var kjör- inn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi haustið 1974. Átökin á milli þeirra Geirs og Gunnars komu berlega fram í hinu svonefnda Vísismáli árið 1975. Þá hafði meirihluti Reykjaprents, út- gáfufélags Vísis, ákveðið að ráða Þorstein Pálsson, sem var þá blaða- maður á Morgunblaðinu og talinn eindreginn stuðningsmaður Geirs Hallgrímssonar, ritstjóra blaðsins, en flytja þáverandi ritstjóra, Jónas Kristjánsson, í annað starf. Með stuðningi Gunnars Thoroddsens og nokkurra annarra áhrifamanna ákváðu Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfsson að una þessu ekki, og stofnuðu Sveinn og Jónas nýtt síðdegisblað, Dagblaðið, sem tók frá upphafi afstöðu gegn Geir Hallgrímssyni. Var Albert Guðmundsson meðal hluthafa í hinu nýja blaði. Þessi tvö síðdegisblöð háðu harða samkeppni, þangað til þau sameinuðust loks árið 1981. Hafði Dagblaðið betur í þeirri viðureign. Til að bæta Ingólfi Jónssyni tapað ráðherrasæti var hann gerður að stjórnarformanni Framkvæmdastofnunar ríkisins og varð sú stofnun mjög frek til íjárins á kjörtímabilinu. Ekki er vafi á, að Geir þótti fjárausturinn í Framkvæmdastofnun óbærilegur, en staða Ingólfs var slík að ekki varð við ráðið. í ríkisstjórninni sat líka fyrrverandi for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.