Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 104
102 KRISTINN E. ANDRÉSSON ANDVARI Eftirmáli Meðal eftirlátinna pappíra Kristins E. Andréssonar eru tvær skrifbækur með dag- bókarbrotum frá því um 1930, einkum frá Þýzkalandsdvöl hans. Þóra Vigfúsdóttir fékk mér þessar bækur skömmu fyrir andlát sitt og ætlaðist til að ég varðveitti þær eða ráðstafaði. Ég tel að í þessar dagbækur sé nokkurn fróðleik að sækja bæði um höfundinn og um tímann og tíðarandann, ef svo mætti segja, og um samskifti ís- lenzkra og þýzkra menntamanna á síðustu árum Weimar-lýðveldisins. Kristinn kenndi í Hvítárbakkaskóla árin 1927-1929. Dagbókin byrjar á síðustu dögum ársins 1929 og er Kristinn þar að minnast veru sinnar á Hvítárbakka og náms síns í Há- skólanum undir handarjaðri Sigurðar Nordals. Dagbókin er ekki samfelld, og gef- ur nokkuð slitróttar upplýsingar að vonum, en 8. febrúar 1930 er Kristinn farinn að sækja fyrirlestra hjá þýzkum kennurum, að því er virðist í Kiel, og er þá alveg nýkominn til Þýzkalands. Hann virðist hafa dvalizt í Kiel fram á vor, ferðazt nokk- uð um Þýzkaland um sumarið en farið til Berlínar um haustið. Hann var einnig um hríð í Leipzig. Tvo vini sína og konur þeirra minnist hann oft á: Kroner lækni og Reinhard Prinz. Kroner lækni (hann var sérfræðingur í taugasjúkdómum) og konu hans muna ýmsir Islendingar eftir. Hann var sviptur lækningaleyfi 1933, eftir valda- töku nazista, og sviptur frelsi síðar enda var hann gyðingur; honum var útvegað dvalarleyfi á íslandi og var þá sleppt og fluttist hingað í árslok 1938. Ekki fékk hann lækningaleyfi hér að sinni en vann verkamannavinnu; hann þekkti ýmsa ís- lenzka lækna, og stundum var hann sóttur í steypuvinnuna til að gefa ráð um vandasöm sjúkdómstilfelli. Lækningaleyfið fékk hann þó að lokum hér á landi seint á árinu 1944, en fluttist vestur um haf í maí 1945. Um Reinhard Prinz og konu hans veit ég lítið; þau munu hafa gert hingað ferð árið 1930. En Prinz hefur komið oftar til íslands og farið all-víða að því er virðist. Vilmundur Jónsson minnist hans í frásögninni „Eftir messur“. Er þar sagt frá at- vikum sem gerast árið 1928, á Hornströndum. Kemst Vilmundur svo að orði að Prinsinn, sem svo var kallaður á Hornströndum, hafi verið „hungraður, þýzkur kreppuárastúdent, sem rölt hafði hér víða um land, einnig um Hornstrandir". (Með hug og orði, fyrra bindi, 87. bls.) Prinz flutti síðan fyrirlestra um ísland í Þýzkalandi, og gaf út myndabók, Das unbekannte Island, 1936. Er þetta nægileg skýring á vináttu þeirra hjóna og íslendinga ýmissa sem dvöldust í Þýzkalandi um 1930. En um upphaf vináttunnar milli Kroners-hjóna og íslendinga í Berlín veit ég ekkert. Ekkert veit ég um dr. Goepel, og ekki veit ég hvort Proudfool er uppnefni eða sannarlegt nafn þess manns sem svo er kallaður, alveg blátt áfram, í dagbókinni. Rauða kverið ritaði Halldór Laxness veturinn 1921-22, eftir því sem hann segir sjálfur í bréfi til Stefáns Einarssonar, sbr. Peter Hallberg, Den store vavaren, bls. 52 o. áfr. „Grein um stríðið" eftir Kristin: „Frá heimsstyrjöldinni miklu“, prentuð í Ið- unni, 4. h. 1930. Sigfús Daðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.