Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 94
92 JORGE LUIS BORGES ANDVARI Ljóð sem eru ævisaga Athugasemdir um Borges Pað var ekki svo auðvelt að átta sig á skáldinu og rithöfundinum Jorge Luis Borges (1899- 1986), en líklega var hann fyrst og fremst ljóðskáld. Hann skrifaði sögur og þætti, sinnti fræðum og lifði lífinu, en alltaf var það ljóðið sem maður tengdi við hann. Ljóð hans eru eins konar ævisaga hans sjálfs, fjalla um það sem hafði áhrif á hann, það sem hann las og það sem hann vildi færa í orð. Hann var gagntekinn af öllu íslensku og fornensku, ekki síst Snorra og örlögum hans. Kannski vildi hann brúa bil á milli bók- menntanna og lífsins, sýna að bókmenntirnar væru hvort tveggja? Hann var alvörumaður þrátt fyrir létt skap sem við kynntumst sem hittum hann. Hann var okkur Matthíasi Johannessen til dæmis ákaflega hlýr og vildi að við færðum inn í ljóð okkar eitthvað af hinum forna arfi Islands, þó ekki of mikið. Með því að taka upp í skáldskap og höfða til þess sígilda í íslenskri menningu skyldum við spegla og virða arfinn og sanna að hann væri ekki dauður bókstafur, sýna að þráðurinn væri óslitinn. Þetta höfðum við gert, einkum norrænufræðingurinn Matthías, og þetta héldum við áfram að gera eftir að Borges var horfinn sjónum okkar og við sáum hann ekki framar nema í ljóðum hans og orðum sem hafa svo einkennilega margt að segja og eru svo seiðmögnuð þrátt fyrir einfaldleika, allt að því hversdagsleik. Eins og mörg önnur meiriháttar skáld var Borges ekki auðráðinn og hann hafði áreiðan- lega lifað viðburðaríku lífi þrátt fyrir blindu sína. Upptekinn af speglum, völundarhúsum, algebru, sverðum og hnífum ferðaðist hann um frá landi til lands. Hann var mjög virtur, en tortryggður af sumum gumum lítils geðs sem halda að stór skáld geti alltaf hugsað og hagað sér eins og þeir. Eg hef margsinnis verið minntur á Borges og spurður um hann og ég er glaður yfir því að honum líkaði ljóð sem ég orti til heiðurs honum, en fjallaði þó meira um mig (hér er ekki átt við ljóðið Borges á íslandi sem birtist í Dagbók borgaralegs skálds 1976). Hann sagði að þetta væri gott ljóð og brosti við því, en ég skal viðurkenna að það var nokkuð djarft. Borges kunni ekki svo ég viti að hneykslast á ljóðum þó þau væru ekki öll viðeigandi stíl- uð, fullur af hinum elskulega skilningi argentínska heiðursmannsins sem hafði líka verið ungur og látið ýmislegt frá sér fara. Eg er glaður yfir því að börn mín gátu þrýst hönd Borgesar og vissu flest þótt ung væru að þau voru að heilsa einu helsta skáldi samtímans. Það bar ekkert á honum þar sem hann sat að fábreyttum málsverði á Hótel Esju þar sem þau María bjuggu, en þegar hann reis úr sæti og gekk við staf sinn fram gólfið, í lægra meðallagi og grannur, og með Maríu ritara sinn sér við hlið, síðar konu sína, litu allir eins og ósjálfrátt upp. Jóhann Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.