Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 141
ANDVARI
FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS
139
og áður, þar eð úthlutunarvald þeirra hefur verið að minnka, fyrst vegna
loka haftatímans um 1960, síðan vegna aukins frelsis á fjármagnsmarkaði.
Fólk þarf ekki lengur á jafnmikilli fyrirgreiðslu að halda og áður. Kreppa
fyrirgreiðslukerfisins lýsir sér í því, að stjórnmálaflokkarnir megna ekki að
marka sameiginlega stefnu í málefnum landsins; þeir njóta ekki trausts al-
mennings; smáflokkar skjóta til dæmis upp kollinum hvað eftir annað og fá
nokkurt fylgi.
Talsvert er eflaust til í þessari kenningu. Ein röksemd, sem hnígur að
henni, er, að hér hafa allir flokkar starfað með öllum; ríkisvaldið hefur þótt
svo eftirsóknarvert, að minnihlutastjórnir hafa ekki starfað lengi, eins og er
hins vegar altítt í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Önnur röksemd fyrir
þessari kenningu er, að stjórnmál hafa í raun og veru verið ótrúlega frið-
samleg hér: Þótt íslenskt þjóðlíf hafi tekið stakkaskiptum á örskömmum
tíma, hefur ekki einn einasti maður látist vegna þess; í mesta lagi hafa
menn hlotið nokkra áverka í áflogum þeim, sem urðu í Reykjavík 1932 og
1949. Það er líka rétt, að um sumt minna íslensk stjórnmál frekar á banda-
rísk en norður-evrópsk: Keimlíkir flokkar keppa af hörku um ríkisvaldið til
þess að geta notað það í þágu skjólstæðinga sinna.
Mörgum spurningum er þó látið ósvarað með þessari kenningu, og lík-
lega er hún ekki nema hálfsannleikur. Til dæmis má spyrja, hvers vegna hið
stórkostlega fyrirgreiðslukerfi flokkanna, sem stóð árin 1930-1960 og var
aðallega verk Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, var að miklu leyti af-
numið eftir 1959. Hvers vegna snarminnkaði samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks úthlutunarvald stjórnmálaflokka? Mér dettur að minnsta
kosti tvennt í hug: íslendingar urðu í fyrsta lagi að breyta hagskipan sinni
til þess að tengjast betur alþjóðamörkuðum (líklega eru þeir Gunnar Helgi
og Svanur sammála mér um þessa skýringu); og Sjálfstæðisflokkurinn öðl-
aðist í öðru lagi aukin ítök með kjördæmabreytingunni 1959, en hann hafði
alltaf verið andvígur höftunum, þótt vissulega tæki hann þátt í að úthluta
fríðindum í skjóli hafta til jafns við hina flokkana; Sjálfstæðisflokkurinn
reyndi í samstarfi við Framsóknarflokkinn að afnema haftakerfið þegar ár-
ið 1950, þótt það heppnaðist ekki að fullu vegna óhagstæðra ytri skilyrða,
en árið 1960 tókst það í samstarfi við Alþýðuflokkinn. Halda má áfram og
spyrja, hvers vegna ríkisstjórn Davíðs Oddssonar frá 1991 minnkaði svig-
rúm sitt til fyrirgreiðslu stórkostlega, annars vegar með því að leggja í raun
niður Framkvæmdasjóð, Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð, hins vegar
með því að fella niður yfirdráttarheimild ríkissjóðs í Seðlabankanum?
Önnur spurning, sem þeir Gunnar Helgi og Svanur veita ófullnægjandi
svör við, er, hver staða Alþýðubandalagsins ætti að vera í slíku kerfi fyrir-
greiðsluflokka. Alþýðubandalagið er vissulega ekki kommúnistaflokkur, en
það á upptök sín í slíkum flokki. Það hafði miklu meira fylgi en kommún-