Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 141

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 141
ANDVARI FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS 139 og áður, þar eð úthlutunarvald þeirra hefur verið að minnka, fyrst vegna loka haftatímans um 1960, síðan vegna aukins frelsis á fjármagnsmarkaði. Fólk þarf ekki lengur á jafnmikilli fyrirgreiðslu að halda og áður. Kreppa fyrirgreiðslukerfisins lýsir sér í því, að stjórnmálaflokkarnir megna ekki að marka sameiginlega stefnu í málefnum landsins; þeir njóta ekki trausts al- mennings; smáflokkar skjóta til dæmis upp kollinum hvað eftir annað og fá nokkurt fylgi. Talsvert er eflaust til í þessari kenningu. Ein röksemd, sem hnígur að henni, er, að hér hafa allir flokkar starfað með öllum; ríkisvaldið hefur þótt svo eftirsóknarvert, að minnihlutastjórnir hafa ekki starfað lengi, eins og er hins vegar altítt í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Önnur röksemd fyrir þessari kenningu er, að stjórnmál hafa í raun og veru verið ótrúlega frið- samleg hér: Þótt íslenskt þjóðlíf hafi tekið stakkaskiptum á örskömmum tíma, hefur ekki einn einasti maður látist vegna þess; í mesta lagi hafa menn hlotið nokkra áverka í áflogum þeim, sem urðu í Reykjavík 1932 og 1949. Það er líka rétt, að um sumt minna íslensk stjórnmál frekar á banda- rísk en norður-evrópsk: Keimlíkir flokkar keppa af hörku um ríkisvaldið til þess að geta notað það í þágu skjólstæðinga sinna. Mörgum spurningum er þó látið ósvarað með þessari kenningu, og lík- lega er hún ekki nema hálfsannleikur. Til dæmis má spyrja, hvers vegna hið stórkostlega fyrirgreiðslukerfi flokkanna, sem stóð árin 1930-1960 og var aðallega verk Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, var að miklu leyti af- numið eftir 1959. Hvers vegna snarminnkaði samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks úthlutunarvald stjórnmálaflokka? Mér dettur að minnsta kosti tvennt í hug: íslendingar urðu í fyrsta lagi að breyta hagskipan sinni til þess að tengjast betur alþjóðamörkuðum (líklega eru þeir Gunnar Helgi og Svanur sammála mér um þessa skýringu); og Sjálfstæðisflokkurinn öðl- aðist í öðru lagi aukin ítök með kjördæmabreytingunni 1959, en hann hafði alltaf verið andvígur höftunum, þótt vissulega tæki hann þátt í að úthluta fríðindum í skjóli hafta til jafns við hina flokkana; Sjálfstæðisflokkurinn reyndi í samstarfi við Framsóknarflokkinn að afnema haftakerfið þegar ár- ið 1950, þótt það heppnaðist ekki að fullu vegna óhagstæðra ytri skilyrða, en árið 1960 tókst það í samstarfi við Alþýðuflokkinn. Halda má áfram og spyrja, hvers vegna ríkisstjórn Davíðs Oddssonar frá 1991 minnkaði svig- rúm sitt til fyrirgreiðslu stórkostlega, annars vegar með því að leggja í raun niður Framkvæmdasjóð, Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð, hins vegar með því að fella niður yfirdráttarheimild ríkissjóðs í Seðlabankanum? Önnur spurning, sem þeir Gunnar Helgi og Svanur veita ófullnægjandi svör við, er, hver staða Alþýðubandalagsins ætti að vera í slíku kerfi fyrir- greiðsluflokka. Alþýðubandalagið er vissulega ekki kommúnistaflokkur, en það á upptök sín í slíkum flokki. Það hafði miklu meira fylgi en kommún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.