Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 77
andvari
FYRSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU
75
2. Viðbrögð annarra ríkja við Trumanyfirlýsingunum
Sumarið 1945, áður en áðurnefndar forsetayfirlýsingar voru gefnar út, ráð-
færði ríkisstjórn Bandaríkjanna sig við þær stjórnir erlendra ríkja, sem tald-
ar voru líklegastar til þess að láta sig málið skipta. Alls var haft samband
við stjórnir tólf ríkja og var ríkisstjórn Kúbu hin eina, sem tjáði sig sam-
þykka efni yfirlýsinganna.3 Bretar brugðust illa við, einkum vegna yfirlýs-
ingarinnar um fiskveiðar. Var ljóst, að þeir óttuðust að önnur ríki í Amer-
íku og Evrópu myndu taka sér stefnu Bandaríkjamanna til fyrirmyndar.
Jafnframt óttuðust Bretar sýnilega afleiðingar þess að þeir myndu sjálfir
neyðast til að framfylgja stefnu Bandaríkjamanna fyrir hönd nýlendna
sinna og fylgiríkja í vesturheimi. Bretar reyndu því að telja Bandaríkja-
menn á að breyta texta yfirlýsinganna og lögðu meðal annars til orðalags-
breytingar í þá átt, að yfirlýsingarnar giltu einungis á hafsvæðum fyrir
ströndum Ameríkuríkja.4 Pessar tilraunir báru engan árangur og vildu
bresk stjórnvöld þá engin afskipti hafa af málinu. Hið sama er að segja um
ríkisstjórnir Kanada og Nýfundnalands.''
Afstaða Breta getur trauðla komið á óvart. Þeir voru í hópi mestu fisk-
veiðiþjóða í Evrópu og gerðu út stærsta togaraflota álfunnar. Ofveiði var
löngu fyrir stríð orðin vandamál á bestu fiskimiðunum umhverfis Bret-
landseyjar, m.a. í Norðursjó, og því var breska togaraflotanum nauðsyn á
frjálsum aðgangi að fjarlægum miðum, m.a. við Færeyjar, ísland, Noreg,
Bjarnarey, í Hvítahafi og við Nýfundnaland. Þessi mið lágu hins vegar öll
að ströndum annarra ríkja og ekkert líklegra en að Bretum yrðu bannaðar
veiðar þar ef heimamenn afréðu að feta í fótspor Bandaríkjamanna. Ber þá
enn að hafa í huga, að aðgangur að fjarlægum auðlindum hafði öldum sam-
an verið einn helsti hyrningarsteinninn undir efnahag breska heimsveldis-
ins.
Hin nýja stefna Bandaríkjamanna olli þannig hagsmunaárekstrum með
þeim og Bretum. Það gerði svo málið enn flóknara, að þegar árið 1945
höfðu Bretar krafist yfirráða yfir landgrunninu við Bahamaeyjar og áður
en fimmti áratugurinn var úti höfðu þeir neyðst til að gera hið sama fyrir
hönd margra annarra hjálendna sinna í vesturheimi.
En þótt fréttirnar af Trumanyfirlýsingunum vektu lítinn fögnuð í Bret-
landi gegndi öðru máli um ýmis önnur ríki. Ríkisstjórnir ýmissa Suður-
Ameríkurfkja brugðust skjótt við tíðindunum, mun skjótar en Bandaríkja-
nienn höfðu vænst. Á árunum 1945-1948 lýstu flest ríki rómönsku Ameríku
yfir yfiráðarétti sínum yfir landgrunninu út frá ströndum landa sinna og
Chile, Perú og Kosta Ríka færðu landhelgi sína og fiskveiðilögsögu út í tvö
hundruð sjómílur.6