Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 130
128
GUNNAR KARLSSON
ANDVARl
V
í formála bókar sinnar um Benedikt á Auðnum segist Sveinn Skorri Hösk-
uldsson upphaflega hafa látið sér detta í hug að gefa út rækilegt úrval eða
heildarsafn bréfa og ritgerða Benedikts. Útgefendur hafi ekki haft áhuga á
því og heldur kosið ævisögu. Sveinn segist þó hafa haldið sinni stefnu á
þann hátt (9-10):
að láta þessar heimildir sjálfar hafa orðið. . . . markmið mitt er ekki að flytja eigin
kenningar, heldur freista þess að birta mynd af manni, láta hann sjálfan stíga fram
eins og hann markaði svip sinn á leirinn sem hann hnoðaði. Þessvegna þótti mér rétt-
ast að lofa hans eigin rödd að hljóma auk þess sem mér fannst hann oftast búa hugs-
anir sínar betur í orð sjálfur en ég hefði gert í endursögn eða útdrætti.
Ég skil þessa hugsun vel; þegar maður les snjöllustu kaflana í bréfum og
greinum Benedikts hlýtur nánast að hvarfla að manni að þar sé efni í rit-
safn. En eftir að frásagnarleiðin hefur verið valin fer hún óhjákvæmilega að
setja sínar eigin kröfur um söguframvindu, og sú framvinda verður einatt
nokkuð hæg og margþætt í meðförum höfundar. Það stafar raunar ekki
eingöngu, varla einu sinni sérstaklega, af því að hann tilfæri of mikið úr rit-
um Benedikts. Hann birtir líka afar mikið af heimildum eftir aðra og dvelst
mikið við félagsmálasögu Suður-Þingeyinga á dögum Benedikts, nokkuð
margsagða sögu á prenti, jafnvel þar sem Benedikt kemur ekki beinlínis
við hana. Til dæmis er fjallað á einum tíu blaðsíðum (387-96) um áform
sem voru uppi árið 1901 um að stofna hlutafélag kaupfélaganna og um-
boðsmanns þeirra, Louis Zöllner, áform sem ekkert varð úr og Benedikt
hafði svo til engin afskipti af. Ekki er einu sinni vitað hvaða skoðun hann
hafði á málinu.
Ævisagan er erfitt frásagnarform ef söguhetjan deyr ekki í blóma lífsins,
eins og Baldvin Einarsson og Jónas Hallgrímsson, því að elliárin mynda
sjaldnast neitt ris í ævi manns. Leið Egils sögu, að gera ellihrörnunina sjálfa
að litríku söguefni, verður tæpast leikin eftir. Benedikt á Auðnum er gott
dæmi um þennan vanda ævisöguhöfundar. Varla verður sagt að hann hafi
verið í forystusveit nokkurra félagsmála nema fram undir aldamót. Eftir
það lifði hann í fjóra áratugi, til 1939, og varð 93 ára gamall, þó án þess að
verða nokkurt öskrandi ljón í ellinni eins og Jónas Jónsson.3
Sveinn Skorri bregst skynsamlega við þessum vanda. Hann rekur ævi
Benedikts til enda í fjórum fyrstu köflum bókarinnar, snýr sér síðan að op-
inberum störfum, stjórnmálaafskiptum og öðrum félagsmálum, og geymir
sér bókmenntastörf, tónmenntir og dráttlist Benedikts þangað til undir lok
bókarinnar. Síðast er yfirlit yfir störf Benedikts og lífsskoðun hans. Með
þessu móti tekst að fá bókina til að rísa sæmilega samfellt. Kaflinn um vist