Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 41

Andvari - 01.01.1994, Síða 41
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 39 sætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, sem virtist stundum eiga erfitt með að sætta sig við það, að annar maður hefði tekið sæti hans. Þeg- ar stjórnin hafði verið mynduð, lét Ólafur til dæmis svo um mælt op- inberlega, að hann hefði myndað hana, en ekki sá maður, sem varð forsætisráðherra. Þá vakti það talsverða athygli, þegar Ólafur sagði í útvarpsþætti 1. febrúar 1976, að seta sín í þessari ríkisstjórn hefði ekki verið neinn dans á rósum, en hann gæti svarað eins og þingmað- urinn forðum, sem hefði verið að kyssa kjósendur með tóbakslöginn í skegginu: „Það verður stundum að gera fleira en gott þykir.“ Enn fremur þótti Ólafur Jóhannesson ekki alltaf leggja Geir Hallgríms- syni það lið, sem hann gat, í landhelgismálinu, sem var eitt mikilvæg- asta verkefni stjórnarinnar. I samræmi við stefnumörkun sjálfstæðismanna fyrir þingkosningar var kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum 1974, að fiskveiðilög- sagan skyldi færð út í 200 mílur fyrir árslok 1975. Hinn 15. júlí 1975 gaf Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra út reglugerð um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur frá og með 15. október 1975. Meginmarkmið útfærslunnar var að koma í veg fyrir ofveiði fiski- stofna á íslandsmiðum, sem þegar voru ýmist fullnýttir eða ofveiddir. t*egar útfærsla fiskveiðilögsögunnar tók gildi, 15. október 1975, flutti Geir Hallgrímsson ávarp til þjóðarinnar, þar sem hann sagði: „Ann- aðhvort munum við semja til sigurs, eða ef það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs.“ Ríkisstjórnir Bretlands og Þýskalands sner- ust öndverðar við útfærslunni, en margir breskir og þýskir togarar sóttu þau mið, sem nú lokuðust. Samningar tókust við Þjóðverja um nokkurn aðlögunartíma, en Bretar vildu enga samninga, og seint í nóvember sigldu bresk herskip inn fyrir 200 mílna mörkin í því skyni að vernda breska togara fyrir íslenskum varðskipum. Hófst nú nýtt þorskastríð, og risu tilfinningaöldurnar hátt hér á landi. Geir Hall- grímsson hélt hins vegar stillingu sinni og vildi reyna samningaleið- ina til þrautar. Stilling Geirs og festa gekk stundum þvert á þann æs- ing, sem átökin efldu með þjóðinni. Voru þeir þá einatt vinsælastir, sem göspruðu af mestu ábyrgðarleysi, eins og verða vill í slíkum deil- um, sem höfða til þjóðernisástar og öfga í garð andstæðinga. I janúar 1976 kvöddu Bretar herskip sín út fyrir 200 mílna mörkin, jafnframt því sem Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, bauð Geir Hallgrímssyni til viðræðna í Lundúnum. Funduðu þeir Geir og Wil- son síðustu vikuna í janúar, en engin niðurstaða fékkst þar. Bretar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.