Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 158

Andvari - 01.01.1994, Síða 158
156 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI þjóð. Pað hef ég séð best síðan ég kom hingað og það hef ég reynt best á sjálfum mér. Því að ég hef gert þá uppgötvun að í mér er harla lítil þjóðleg festa og það munu fleiri en ég geta sannfærst um, sjálfum sér viðvíkjandi, séu þeir nægilega skarpskyggnir til þess.“ Síðan segir að íslendingar eigi engar tradisjónir (hefðir) og málið sé eins og nýlenda prímitífs (frumstæðs) fólks. Jóhann kveður upp harða dóma yfir öllum íslenskum stórskáldum, þeir eru allir dilettantar (fúskarar) - nema Hallgrímur Pétursson. Hann segist finna æ sárar til lítilmótleiks sjálfs sín og þjóðar sinnar. „Eg get ekki tekið undir með þeim sælu mönnum sem ætla að rifna af stolti yfir þjóð sinni þegar þeir koma til útlanda. Ég hef aldrei fundið til þjóðernis míns síðan hingað kom öðruvísi en sem kinnroða!“ (144-48) Nú láta menn ýmislegt fjúka í einkabréfum sem ekki er alvarlega hugsað. En ég hygg að þessi öfgafullu orð spegli raunverulegan lífsvanda Jóhanns. Sú þverstæða sem hann tókst á við, að vera íslendingur í hinum stóra heimi, hlaut að verða öllum íslenskum skáldum og menntamönnum örðug viðfangs. En við hana urðu þeir að glíma og stóðust átökin ef þeir höfðu nægilega traustan bakhjarl að heiman. Pessu hefur til að mynda Sigurður Nordal lýst vel í forspjalli að íslenzkn menningu. En Jóhann Jónsson kikn- aði í glímunni, skorti bakhjarlinn eða viljastyrkinn. Hann flosnaði upp í menningarlegu tilliti, slitnaði úr tengslum við samtímalíf á íslandi án þess að geta fótað sig í menningu Mið-Evrópu. Bent hefur verið á áhrif þýsks expressjónisma á skáldskap Jóhanns og vissulega hefði Söknuður ekki orðið slíkt kvæði sem hann er án kynna skáldsins af miðevrópskum samtímaskáldskap. En umfram allt er Söknuð- ur lýsing á persónulegum lífsvanda hins unga íslenska skálds í Þýskalandi. Hann verður vegvilltur, framandi maður í sínu eigin lífi, eins og segir í kvæðinu. í Söknuði og öðrum bestu ljóðum sínum náði hann að túlka hið móderníska einkenni, rótleysið, með listrænum hætti svo lengi mun standa. - Ævi Jóhanns Jónssonar er á ýmsan hátt raunasaga. En nafn hans hefur flögrað eins og dularfullur fugl úr dökkum skógi um sali íslenskrar Ijóð- listarsögu. Og enn er skáldið á sveimi meðal vor. Eím það er glöggur vitnis- burður að réttum sextíu árum eftir að hann lukti augum sínum í Leipzig skyldu vinarbréf hans vera lögð á borð íslenskra jólabóka, sögulegt og mannlegt plagg sem vissulega er skoðunar virði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.