Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 64
62 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI andi svari við þeim báðum. Slíkt verður ekki gert með ströngum fræðileg- um hætti í stuttu máli; en mig langar engu að síður til að fitja upp á nokkr- um þeim röksemdum sem sköpum kunna að skipta. Það er í fæstum orðum skoðun mín að íslenskum háskólakennurum beri skylda til að leggja drýgri skerf til eflingar landi og lýð en þeir gera nú almennt. Hljómi sú staðhæf- ing full-ungmennafélagslega í eyrum minni ég á að íslenska lýðveldið á fimmtugsafmæli á þessu ári - og er þá ekki sök sér að vera ögn ung- mennafélagslegur? II Allir kannast við hugmyndina um að menntun hafi gildi í sjálfri sér. Ég hef stundum ögrað fólki með því að segjast ekki skilja hvað í þeirri hugmynd felst; hún hljóti að vera einhvers konar hugsunarvilla. Engin menntun geti haft gildi í sjálfri sér, sé það orðalag skilið bókstaflegri merkingu, fremur en matur hafi gildi í sjálfum sér. Maturinn hafi gildi þá og því aðeins að hann næri manninn, menntunin þá og því aðeins að hún komi nemanum til þroska: efli bókvit hans, siðvit eða verksvit. Það mun vísast þykja ábyrgðarlaust að afgreiða fyrrnefnda hugmynd með svo snaggaralegum hætti, enda eigi hún betra skilið. En hver er þá merking hennar í raun og veru? Kjarninn er vitaskuld sá að starfsemi megi skipta í tvennt: a) þá sem sé tæki að einhverju öðru marki og hafi þannig notagildi fremur en sjálfgildi - og b) þá sem sé markmið í sjálfri sér, óháð frekari afleiðingum. Menntunin falli svo í síðari flokkinn. Þessum kjarna virðast mér hins vegar hafa fylgt að minnsta kosti þrenns konar ólíkar túlk- anir á hugmyndinni um sjálfgildi menntunar. Sú fyrsta veltur á orðsifjum: menntun hljóti sem slík að vera af hinu góða af því að það að „menntast“ sé dregið af því að „mannast“ og markleysa að inna frekar eftir því hvers vegna gott sé að verða að betri manni.1 Hið síðastnefnda er að vísu alveg dagsatt en þá er staðhæfingin um að menntun hafi gildi í sjálfri sér orðin jafn-innantóm sannindi og þau sem ég las um langa og lærða grein um dag- inn, grein er átti að sýna fram á að stofninum „sið-“ í orðinu „siðmennt“ væri ofaukið af því að öll menntun væri siðferðilegs eðlis: varðaði mannleg- an þroska.2 Það er hins vegar einum of auðveld lausn að gefa sér, með orðsifjum eða öðrum hætti, niðurstöðuna sem sanna ber. Önnur túlkun hugmyndarinnar kveður á um að menntun hafi gildi í sjálfri sér vegna þess að skilningurinn sem menntuninni fylgir ljái okkur einn þau lífsgæði, það vald og þá sælu sem séu „guðdóminum sjálfum sam- boðin“, svo að vitnað sé í gríska stjörnufræðinginn Ptolemaíos - lífsgæði er komi gagnsemi ekkert við. Þetta er önnur meginröksemdin sem Eyjólfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.