Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 64
62
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ANDVARI
andi svari við þeim báðum. Slíkt verður ekki gert með ströngum fræðileg-
um hætti í stuttu máli; en mig langar engu að síður til að fitja upp á nokkr-
um þeim röksemdum sem sköpum kunna að skipta. Það er í fæstum orðum
skoðun mín að íslenskum háskólakennurum beri skylda til að leggja drýgri
skerf til eflingar landi og lýð en þeir gera nú almennt. Hljómi sú staðhæf-
ing full-ungmennafélagslega í eyrum minni ég á að íslenska lýðveldið á
fimmtugsafmæli á þessu ári - og er þá ekki sök sér að vera ögn ung-
mennafélagslegur?
II
Allir kannast við hugmyndina um að menntun hafi gildi í sjálfri sér. Ég hef
stundum ögrað fólki með því að segjast ekki skilja hvað í þeirri hugmynd
felst; hún hljóti að vera einhvers konar hugsunarvilla. Engin menntun geti
haft gildi í sjálfri sér, sé það orðalag skilið bókstaflegri merkingu, fremur
en matur hafi gildi í sjálfum sér. Maturinn hafi gildi þá og því aðeins að
hann næri manninn, menntunin þá og því aðeins að hún komi nemanum til
þroska: efli bókvit hans, siðvit eða verksvit.
Það mun vísast þykja ábyrgðarlaust að afgreiða fyrrnefnda hugmynd
með svo snaggaralegum hætti, enda eigi hún betra skilið. En hver er þá
merking hennar í raun og veru? Kjarninn er vitaskuld sá að starfsemi megi
skipta í tvennt: a) þá sem sé tæki að einhverju öðru marki og hafi þannig
notagildi fremur en sjálfgildi - og b) þá sem sé markmið í sjálfri sér, óháð
frekari afleiðingum. Menntunin falli svo í síðari flokkinn. Þessum kjarna
virðast mér hins vegar hafa fylgt að minnsta kosti þrenns konar ólíkar túlk-
anir á hugmyndinni um sjálfgildi menntunar. Sú fyrsta veltur á orðsifjum:
menntun hljóti sem slík að vera af hinu góða af því að það að „menntast“
sé dregið af því að „mannast“ og markleysa að inna frekar eftir því hvers
vegna gott sé að verða að betri manni.1 Hið síðastnefnda er að vísu alveg
dagsatt en þá er staðhæfingin um að menntun hafi gildi í sjálfri sér orðin
jafn-innantóm sannindi og þau sem ég las um langa og lærða grein um dag-
inn, grein er átti að sýna fram á að stofninum „sið-“ í orðinu „siðmennt“
væri ofaukið af því að öll menntun væri siðferðilegs eðlis: varðaði mannleg-
an þroska.2 Það er hins vegar einum of auðveld lausn að gefa sér, með
orðsifjum eða öðrum hætti, niðurstöðuna sem sanna ber.
Önnur túlkun hugmyndarinnar kveður á um að menntun hafi gildi í
sjálfri sér vegna þess að skilningurinn sem menntuninni fylgir ljái okkur
einn þau lífsgæði, það vald og þá sælu sem séu „guðdóminum sjálfum sam-
boðin“, svo að vitnað sé í gríska stjörnufræðinginn Ptolemaíos - lífsgæði er
komi gagnsemi ekkert við. Þetta er önnur meginröksemdin sem Eyjólfur