Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 49
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 47 sérframboð sóknarmátt úr flokknum. Þá mæltist kosningastefnuskrá flokksins, sem kynnt var undir kjörorðinu „Leiftursókn gegn verð- bólgu‘\ misjafnlega fyrir. Þar var gert ráð fyrir því, að verðbólgan hjaðnaði með snöggu átaki, nreð því að allt verðlag yrði fært niður, en aðallega þó með lækkun ríkisútgjalda og minnkun fjárfestingar. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hagnýttu sér ótta almennings við atvinnuleysi og töluðu um „leiftursókn gegn lífskjörum“. Margir þingmenn flokksins töluðu líka af hálfum hug með stefnu flokksins. Var það ekki til þess fallið að auka tiltrú hans og úrslitin í kosningun- um urðu vonbrigði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35,4% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Eggert Haukdal náði kjöri, og ef atkvæði hans voru talin með, var hlutfall flokksins 37,3% og þingmenn 22, sem var nærri meðaltali flokksins. XIII Nú tók við tími mikillar óvissu. Alþýðuflokkurinn, sem hafði ásamt Sjálfstæðisflokknum starfhæfan meirihluta eftir kosningarnar 1979, áræddi ekki að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, og lokuðu sumir forystumenn flokksins markvisst leiðum til þess. Þar var mikilvægast, að við skiptingu þingmanna í deildir var þess ekki gaett, að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu meirihluta í báð- um deildum, eins og þeir gátu haft. Þess vegna var samsteypustjórn þessara flokka í raun útilokuð. Framsóknarflokkurinn var líka tregur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir það afhroð, sem Framsókn- arflokkurinn hafði goldið árið áður. Ýmsir ráðgjafar Geirs Hall- grímssonar töldu, að eina ráðið til þess að brjótast út úr einangrun flokksins væri að ljá máls á stjórnarsamstarfi við Alþýðubandalagið, og hófust mikil skrif í Morgunblaðinu þess efnis. Leið svo allur des- embermánuður og janúarmánuður, að hvorki gekk né rak í stjórnar- myndunarviðræðum. Geir Hallgrímsson hafði fengið umboð til stjórnarmyndunar 28. desember, en skilaði því 14. janúar. Gerði hann sér fulla grein fyrir því, að ríkisstjórn yrði ekki mynduð fyrr en eftir langt og mikið samningaþóf, þar sem forystumönnum annarra flokka, annaðhvort Framsóknarflokks eða Alþýðubandalags, tækist að sannfæra flokksmenn sína um það, að annar kostur væri ekki til- tækur en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.