Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 76

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 76
74 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI Rætur yfirlýsinganna má rekja aftur til fjórða áratugarins, og jafnvel enn lengra. Hinni fyrri var ætlað að tryggja Bandaríkjunum lögsögu og yfirráð yfir olíulindum og öðrum verðmætum auðlindum á landgrunninu. Borun eftir olíu á hafsbotni fyrir ströndum Bandaríkjanna hófst árið 1898 og þeg- ar kom fram á 4. áratug 20. aldar hafði tækninni fleygt svo fram, að sýnt þótti að vinna mætti umtalsvert magn með þessum hætti. Jókst þá mjög áhugi manna á nýtingu auðlindanna. Þá vaknaði hins vegar spurningin um eignarrétt á olíunni, sem og um það, hve langt bandarísk lögsaga næði. Af því tilefni skipaði Roosevelt forseti nefnd, er undirbúa skyldi löggjöf, er tryggði rétt Bandaríkjanna á þessu sviði. Síðari yfirlýsingin snerist eingöngu um fiskveiðar og er því að ýmsu leyti áhugaverðari fyrir Islendinga. Hún átti rætur að rekja til deilu, sem reis milli Bandaríkjamanna og Japana á fjórða áratugnum vegna meintra lax- veiða hinna síðarnefndu á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Alaska. Samkomulag náðist í deilunni árið 1938, en engu að síður höfðu margir Bandaríkjamenn sannfærst um að nauðsynlegt væri að færa út landhelgi Bandaríkjanna. Af þeim sökum fól forsetinn ýmsum aðilum innan stjórn- kerfisins að vinna að athugun á þessum málum og fór sú vinna fram á stríðsárunum.1 Síðari yfirlýsingin var númer 2668 og hljóðaði þannig í íslenskri þýðingu: I ljósi þess að mikil þörf er orðin á vernd fiskistofna telur ríkisstjórn Bandaríkjanna rétt að koma upp verndarsvæðum á veiðislóðum á hafinu fyrir ströndum landsins, þar sem fiskveiðar hafa verið stundaðar fram til þessa, eða líkur eru á að þær verði stund- aðar í framtíðinni. Á þeim svæðum, þar sem fiskveiðar hafa aðeins verið stundaðar af Bandaríkjamönnum og þeir verða einir um hituna eftirleiðis, munu gilda bandarísk lög og reglur. Par sem veiðar eru stundaðar jöfnum höndum af Bandaríkjamönnum og þegnum annarra ríkja, kemur til álita að verndarsvæði verði afmörkuð með milli- ríkjasamningum. Par verða þá allar fiskveiðar háðar ákvæðum viðkomandi samninga. Bandaríkin telja öll ríki hafa rétt til þess að koma á fót verndarsvæðum í samræmi við ofangreindar meginreglur, svo fremi sem þau taki tillit til þeirra hagsmuna, sem bandarískir þegnar kunna að eiga að gæta á viðkomandi svæði. Hafsvæðin, sem verndarreglurnar kunna að ná til, ber að skilgreina sem úthaf og geta reglur um vernd fiskistofna engin áhrif haft á frelsi manna til siglinga um þau.2 Eins og nánar verður sagt frá hér á eftir, höfðu Trumanyfirlýsingarnar mik- il og skjót áhrif. í þeim fólst ekki að Bandaríkjamenn færðu einhliða út fiskveiðilögsögu sína, en á hinn bóginn áskildu þeir sér rétt til að gera það hvenær sem væri. I yfirlýsingunum fólst þannig ný stefnumótun og viður- kenndur var réttur annarra ríkja til þess að grípa til hliðstæðra aðgerða er þau teldu sig til þess knúin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.