Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 76
74
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
Rætur yfirlýsinganna má rekja aftur til fjórða áratugarins, og jafnvel enn
lengra. Hinni fyrri var ætlað að tryggja Bandaríkjunum lögsögu og yfirráð
yfir olíulindum og öðrum verðmætum auðlindum á landgrunninu. Borun
eftir olíu á hafsbotni fyrir ströndum Bandaríkjanna hófst árið 1898 og þeg-
ar kom fram á 4. áratug 20. aldar hafði tækninni fleygt svo fram, að sýnt
þótti að vinna mætti umtalsvert magn með þessum hætti. Jókst þá mjög
áhugi manna á nýtingu auðlindanna. Þá vaknaði hins vegar spurningin um
eignarrétt á olíunni, sem og um það, hve langt bandarísk lögsaga næði. Af
því tilefni skipaði Roosevelt forseti nefnd, er undirbúa skyldi löggjöf, er
tryggði rétt Bandaríkjanna á þessu sviði.
Síðari yfirlýsingin snerist eingöngu um fiskveiðar og er því að ýmsu leyti
áhugaverðari fyrir Islendinga. Hún átti rætur að rekja til deilu, sem reis
milli Bandaríkjamanna og Japana á fjórða áratugnum vegna meintra lax-
veiða hinna síðarnefndu á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Alaska.
Samkomulag náðist í deilunni árið 1938, en engu að síður höfðu margir
Bandaríkjamenn sannfærst um að nauðsynlegt væri að færa út landhelgi
Bandaríkjanna. Af þeim sökum fól forsetinn ýmsum aðilum innan stjórn-
kerfisins að vinna að athugun á þessum málum og fór sú vinna fram á
stríðsárunum.1
Síðari yfirlýsingin var númer 2668 og hljóðaði þannig í íslenskri þýðingu:
I ljósi þess að mikil þörf er orðin á vernd fiskistofna telur ríkisstjórn Bandaríkjanna
rétt að koma upp verndarsvæðum á veiðislóðum á hafinu fyrir ströndum landsins, þar
sem fiskveiðar hafa verið stundaðar fram til þessa, eða líkur eru á að þær verði stund-
aðar í framtíðinni. Á þeim svæðum, þar sem fiskveiðar hafa aðeins verið stundaðar af
Bandaríkjamönnum og þeir verða einir um hituna eftirleiðis, munu gilda bandarísk
lög og reglur. Par sem veiðar eru stundaðar jöfnum höndum af Bandaríkjamönnum
og þegnum annarra ríkja, kemur til álita að verndarsvæði verði afmörkuð með milli-
ríkjasamningum. Par verða þá allar fiskveiðar háðar ákvæðum viðkomandi samninga.
Bandaríkin telja öll ríki hafa rétt til þess að koma á fót verndarsvæðum í samræmi við
ofangreindar meginreglur, svo fremi sem þau taki tillit til þeirra hagsmuna, sem
bandarískir þegnar kunna að eiga að gæta á viðkomandi svæði. Hafsvæðin, sem
verndarreglurnar kunna að ná til, ber að skilgreina sem úthaf og geta reglur um
vernd fiskistofna engin áhrif haft á frelsi manna til siglinga um þau.2
Eins og nánar verður sagt frá hér á eftir, höfðu Trumanyfirlýsingarnar mik-
il og skjót áhrif. í þeim fólst ekki að Bandaríkjamenn færðu einhliða út
fiskveiðilögsögu sína, en á hinn bóginn áskildu þeir sér rétt til að gera það
hvenær sem væri. I yfirlýsingunum fólst þannig ný stefnumótun og viður-
kenndur var réttur annarra ríkja til þess að grípa til hliðstæðra aðgerða er
þau teldu sig til þess knúin.