Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 105
SVEINN YNGVI EGILSSON Hulduljóð sem pastoral elegía Bókmenntagreinar A undanförnum áratugum hefur færst nýtt líf í þá skáldskaparfræði sem fjallar um bókmenntir út frá greinum þeirra (e. genre theory). Hefur verið horfið frá því að líta svo á að greinar bókmennta (genres) séu fastar eða forákvarðaðar eins og gjarnan var gert fyrr á öldum. Pað er m.ö.o. úrelt hugmynd að greinarnar megi skilja frá bókmenntunum sjálfum sem eins konar fyrir- eða frummyndir sem öll skáldverk flokkist í og fari eftir. Fræðimenn síðari ára hafa einmitt lagt áherslu á að bókmenntagreinar séu háðar stund og stað. Þær breytist í tímans rás og geti raunar verið svo bundnar ákveðnu skeiði og sögulegum aðstæðum að þær leggist af þegar tímar líða og verði ekki með góðu móti endurvaktar síðar. Riddarasögur miðalda eru gott dæmi um þetta. Þær byggja mjög greini- lega á gildismati og frásagnarhætti sem bundin eru ákveðinni samfélags- gerð og kringumstæðum. Sama má segja um íslensku rímurnar sem þróuð- ust í því kyrrstæða bændasamfélagi sem var við lýði hér á landi öldum sam- an. Erfitt væri að endurvekja þessar bókmenntagreinar í fullri alvöru á okkar tímum; sýn okkar á tilveruna er önnur, aðstæðurnar aðrar. Hins veg- ar gæti nútímaskáld hreinlega gert út á þetta ólíka gildismat og snúið bók- menntagreininni upp í háð eða íroníu; niðurstaðan yrði þá eitthvað í ætt við Heljarslóðarorusta eða Disneyrímur. Bókmenntagreinar eru söguleg fyrirbæri og taka breytingum og eru komnar undir þeim bókmenntaverkum sem halda þeim við. Sérhvert skáldverk endurgerir í raun þá bókmenntagrein sem það sver sig helst í ætt við, skilgreinir hana upp á nýtt með hliðsjón af eldri verkum sem héldu henni við. Höfundur getur hafnað ákveðnum þáttum hennar og bætt nýjum við, þáttum sem verða jafnvel viðtekinn hluti hennar í þeim skáldverkum sem á eftir koma. Eg nefni tvær bækur til dæmis um þennan nýja skilning á eðli bók- menntagreina: Kinds of Literature. An Introduction to the Theory of Gen- res and Modes eftir Alastair Fowler sem kom út fyrir rúmum áratug (Ox-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.