Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 150
148
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
bls.), að auðveldara sé „að skipuleggja og reka stjórnmálaflokka þar sem
heildarfjöldi kjósenda er talinn í tugum en ekki hundruðum þúsunda eða
milljónum“. Hér hefði hann átt að segja „tugum þúsunda“ til að forðast
misskilning.
Málfari er stórlega ábóta vant í þessari bók. Á einum stað er notað orðið
„tæknikrati“ (63. bls.). Hér hefði farið betur á að ræða um tækniveldis-
sinna, ella verður þessu hugtaki ruglað saman við „krata“, jafnaðarmenn.
Á öðrum stað er notað orðið „sláandi“ (70. bls.). Það er aðskotadýr í ís-
lenskri tungu. Hér hefði orð eins og „athyglisvert“ komið að notum; einnig
hefði mátt umorða hugsunina. Orðið „millistríðsár“, sem sumir höfundar
bregða fyrir sig (til dæmis 327. bls.), er órökrétt. Ekkert millistríð var háð
árin milli stríða. Þá er orðalagið „samkvæmt“ einhverjum manni notað
sums staðar í þessu riti (til dæmis 227. bls.); íslenska reglan er hins vegar,
að segja má samkvæmt verki, skoðun, hugmynd eða kenningu, ekki sam-
kvæmt manni. Annað dæmi svipaðs eðlis er, að ýmsir höfundar í ritinu nota
orðið „sammála“ ekki rétt (til dæmis 379. bls.). Maður getur verið sammála
öðrum manni um skoðun, hugmynd eða gagnrýni, en hann er ekki sam-
mála skoðuninni, hugmyndinni eða gagnrýninni, heldur samþykkur henni.
Þá segja margir höfundar „í það minnsta“ (til dæmis 358. bls.), sem er
danska, þegar þeir ættu að segja „að minnsta kosti“, sem er íslenska. Það
er líka dönskuskotið mál að segja „heldur ekki“ í stað „ekki heldur“, eins
og sums staðar er gert í þessu riti (til dæmis 367. bls.). Enskan skín líka í
gegn, þegar sagt er, að verkefni hafi verið „tekin yfir“ (104. bls.). Enn frem-
ur ber að nefna, að orðið „tilkoma“ er oftast óþarft; í stað þess að segja, að
með tilkomu togaranna hafi opnast möguleikar (238. bls.), hefði mátt segja,
að með togurunum hafi þetta gerst.
íslenskum félagsvísindamönnum hefur hætt til þess að vísa kröfunni um
ljóst, vandað, íslenskt mál á bug með lítilsvirðingu. Ég tel hins vegar, að
Háskóli Islands eigi ekki að vera lokuð stofnun einhverra launhelga, held-
ur skóli fyrir alla þjóðina, enda er það hún, sem greiðir háskólakennurum
laun. Að minnsta kosti verða háskólakennarar að hugsa um nemendur
sína, sem ekki eru vanir fræðiorðum og flóknum textum. Menn eru þrátt
fyrir allt ekki að birta bækur fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðra. Þeim ber því
að leggja sig fram um að auðvelda öðrum að skilja þær. Þetta liggur í eðli
málsins: Kennari á að reyna að vera sem skýrastur kennari; smiður á að
leitast við að vera sem hagastur smiður; rithöfundur á að keppa að því að
vera sem snjallastur rithöfundur. Fræðimaður þarf auðvitað ekki að nota
svipuð stílbrögð og venjulegur rithöfundur, en hann á að leggja sig fram að
skrifa auðlæsilegan texta, svo að orka lesandans fari ekki óskipt í að skilja
hann, heldur geti lesandinn einbeitt sér að því, sem hann er að segja. Tóm-
as Guðmundsson sagði eitt sinn, að húmor þyrfti ekki að tákna afsal neinn-