Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 150

Andvari - 01.01.1994, Side 150
148 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI bls.), að auðveldara sé „að skipuleggja og reka stjórnmálaflokka þar sem heildarfjöldi kjósenda er talinn í tugum en ekki hundruðum þúsunda eða milljónum“. Hér hefði hann átt að segja „tugum þúsunda“ til að forðast misskilning. Málfari er stórlega ábóta vant í þessari bók. Á einum stað er notað orðið „tæknikrati“ (63. bls.). Hér hefði farið betur á að ræða um tækniveldis- sinna, ella verður þessu hugtaki ruglað saman við „krata“, jafnaðarmenn. Á öðrum stað er notað orðið „sláandi“ (70. bls.). Það er aðskotadýr í ís- lenskri tungu. Hér hefði orð eins og „athyglisvert“ komið að notum; einnig hefði mátt umorða hugsunina. Orðið „millistríðsár“, sem sumir höfundar bregða fyrir sig (til dæmis 327. bls.), er órökrétt. Ekkert millistríð var háð árin milli stríða. Þá er orðalagið „samkvæmt“ einhverjum manni notað sums staðar í þessu riti (til dæmis 227. bls.); íslenska reglan er hins vegar, að segja má samkvæmt verki, skoðun, hugmynd eða kenningu, ekki sam- kvæmt manni. Annað dæmi svipaðs eðlis er, að ýmsir höfundar í ritinu nota orðið „sammála“ ekki rétt (til dæmis 379. bls.). Maður getur verið sammála öðrum manni um skoðun, hugmynd eða gagnrýni, en hann er ekki sam- mála skoðuninni, hugmyndinni eða gagnrýninni, heldur samþykkur henni. Þá segja margir höfundar „í það minnsta“ (til dæmis 358. bls.), sem er danska, þegar þeir ættu að segja „að minnsta kosti“, sem er íslenska. Það er líka dönskuskotið mál að segja „heldur ekki“ í stað „ekki heldur“, eins og sums staðar er gert í þessu riti (til dæmis 367. bls.). Enskan skín líka í gegn, þegar sagt er, að verkefni hafi verið „tekin yfir“ (104. bls.). Enn frem- ur ber að nefna, að orðið „tilkoma“ er oftast óþarft; í stað þess að segja, að með tilkomu togaranna hafi opnast möguleikar (238. bls.), hefði mátt segja, að með togurunum hafi þetta gerst. íslenskum félagsvísindamönnum hefur hætt til þess að vísa kröfunni um ljóst, vandað, íslenskt mál á bug með lítilsvirðingu. Ég tel hins vegar, að Háskóli Islands eigi ekki að vera lokuð stofnun einhverra launhelga, held- ur skóli fyrir alla þjóðina, enda er það hún, sem greiðir háskólakennurum laun. Að minnsta kosti verða háskólakennarar að hugsa um nemendur sína, sem ekki eru vanir fræðiorðum og flóknum textum. Menn eru þrátt fyrir allt ekki að birta bækur fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðra. Þeim ber því að leggja sig fram um að auðvelda öðrum að skilja þær. Þetta liggur í eðli málsins: Kennari á að reyna að vera sem skýrastur kennari; smiður á að leitast við að vera sem hagastur smiður; rithöfundur á að keppa að því að vera sem snjallastur rithöfundur. Fræðimaður þarf auðvitað ekki að nota svipuð stílbrögð og venjulegur rithöfundur, en hann á að leggja sig fram að skrifa auðlæsilegan texta, svo að orka lesandans fari ekki óskipt í að skilja hann, heldur geti lesandinn einbeitt sér að því, sem hann er að segja. Tóm- as Guðmundsson sagði eitt sinn, að húmor þyrfti ekki að tákna afsal neinn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.