Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 66
64 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ANDVARI ir um það í dag hvaða rannsóknir reynist hafa notagildi á morgun. Þetta vita allir sem eitthvað hafa komið nálægt grunnrannsóknum, til dæmis í eðlisfræði: hvenær og yfirleitt hvort þær verði einhvern tíma nýttar er rann- sakendunum lokuð bók. Tortryggjendur snasarkenningarinnar, eins og ég, eru því yfirleitt ekki að leggja til neinar himinhrópandi breytingar á við- fangsefnum vísindamanna - en það er þá vegna óvissu um framtíðarnot fremur en hins að við viðurkennum að gildi rannsóknar helgist einvörð- ungu af því að vera „góð sem slík“. Höggstokkur getur líka verið góður sem slíkur - gott eintak af tegundinni höggstokkur - en það eitt getur naumast talist fullnægjandi ástæða til að framleiða hann. Sókrates kenndi okkur í samræðunni Gorgíasi að til væru „fleðulistir“: starfsemi sem væri hvorki holl fyrir iðkandann né göfug út á við.8 Dæmi Sókratesar var meðal annars af mælskulistinni eins og hún var þá stunduð af fjandvinum hans, sófistunum. Rétt eins og til eru fleðulistir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að til geti verið „fleðufræði“: fræði sem hvorki eru heil- næm né virðingarverð, fræði sem ástæðulaust er að mylja undir fólk við rannsóknir á með opinberu fé, bara vegna þess að einhverjum hafi sýnst svo að gaman væri að „skoða þessa snös“. Sem eitt lítið dæmi má nefna að nú er búið að rýma burt höfundum á borð við Shakespeare úr náms- efnislistum ýmissa bandarískra háskóla í nafni „pólitískrar rétthugsunar“ („political correctness“). Hann fór víst ekki öldungis viðeigandi orðum um það hvernig menn hokruðu að konum. í staðinn er leitað með logandi ljósi að verkum sem helst uppfylli þau skilyrði að hafa verið samin af blökku- konu í hjólastól er varð fyrir kynferðislegri áreitni í bernsku af hálfu hvít- ingja, giftist síðan tvíkynhneigðum alkóhólista af spænskum ættum og ól upp með honum þroskaheft barn. Sumum kann að virðast þessi snös bók- menntafræðanna fýsileg skoðunar; mér sýnist aftur á móti að hún verði tæpast mikil heillasnös um að þreifa, og að minnsta kosti alls ekki fyrir þá sök eina að hún sé til sem snös - sem hún er þó ugglaust. Fleiri dæmi mætti taka: Er það til að mynda endilega göfug iðja sem einn kunningi minn hef- ur stundað langa hríð í ríkisreknum háskóla en það er að rannsaka ólíkar sóknaraðgerðir í knattspyrnu? Og hvað um fræðigrein eins og auglýsinga- sálfræði, grein sem sums staðar virðist snúast um fátt annað en að finna góð ráð til að blekkja fólk? Krafan um hagnýta menntun, „menntun í þágu atvinnuveganna“, skýtur alltaf upp kollinum annað slagið í umræðu um skólamál. Ég hef fullan skilning á þessu sjónarmiði sem ég vildi þó fremur kenna við menntun í þágu þjóðarinnar. Astæðan er meðal annars sú sem að ofan greinir: Mér sýnist ekki fráleitt að líta svo á að til geti verið fleðufræði, fræði sem á end- anum séu hvorki holl iðkendunum né öðrum. Og jafnvel þótt fræðin séu iðkendunum sjálfum til gamans eða gagns, en engum öðrum, sé ég tæpast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.