Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 33

Andvari - 01.01.1994, Síða 33
andvari GEIR HALLGRÍMSSON 31 urinn fékk 1978 þegar meirihlutinn féll í fyrra skiptið. Þessar kosn- ingar voru einhverjar hinar erfiðustu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur gengið til í Reykjavík, og hygg ég, að sá varnarsigur, sem Geir Hallgrímsson vann þar, hafi skipt sköpum um stjórnmálaferil hans. Hefði Geir ekki haldið borginni árið 1970, hefðu úrslit trúlega orðið önnur, þegar sjálfstæðismenn stóðu síðar frammi fyrir því að velja sér foringja. Hefði Gunnar Thoroddsen, sem skilaði borginni með 10 borgarfulltrúa, ekki átt alls kostar við Geir Hallgrímsson með tapaða borg, þegar til varaformannskjörs kom árið 1971? Arið 1972 birtist palladómur um Geir Hallgrímsson í Vikunni eftir mann sem nefndi sig „Lúpus“, en almennt var talið, að Helgi Sæ- mundsson ritstjóri leyndist undir því nafni. Slíkir palladómar eru oft skrifaðir í gamni frekar en alvöru, en vafalaust endurspeglar þessi umsögn skoðanir margra þeirra, sem ekki stóðu sjálfir Geir eða Sjálfstæðisflokknum nærri á þeim tíma, - ímynd Geirs samkvæmt al- menningsálitinu, ef svo má að orði komast. Segir meðal annars í þessari umsögn um Geir: „Hann er árrisull og starfsamur og skipu- leggur hvern vinnudag eins og önnum kafinn kaupahéðinn eða iðju- höldur, sem lætur ekki neina mínútu sólarhringsins ónotaða. Vekur stundvísi hans og skyldurækni traust allra, er til þekkja, og ókunnug- h hrífast gjarnan af myndarskap og glæsileik borgarstjórans. Geir er og mæltur vel, en hann nýtur sín betur í vandlega undirbúnum tæki- færisræðum en hörðum deilum á róstusömum málþingum. Styrkleiki hans er rökfesta og andlegt jafnvægi, en hann er stundum eins og vanbúinn, ef skotið er óvænt að honum ör eða spjóti, og bregst þá kannski við eins og vandræðalega. Geir hættir til að vera hátíðlegur í bragði og tíðkar aldrei gamansemi í orðaskiptum í kappræðum, þó að hann bregði oft fyrir sig kímni ella og brosi hlýtt og breitt, er hann heilsar og kveður þéttu handtaki.“ Síðar segir Lúpus: „Rögg- semi Geirs Hallgrímssonar mun hafa ráðið miklu um, að Sjálfstæðis- flokkurinn heldur enn meiri hluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur og aðalvígi sínu á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisvar sinn- um sigrað í höfuðstaðnum undir forystu Geirs, en alltaf munað mjóu. An Geirs borgarstjóra væri Reykjavík sennilega fallin úr höndum sjálfstæðismanna.“ Enn fremur segir í þessari umsögn: „Svipar hon- um einna helst til Jóns Þorlákssonar af fyrri leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins, þó að meiri sé á velli og nýtízkulegri, og kynni Geir að fara að dæmi hans, ef mikið þætti í húfi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.