Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 33
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
31
urinn fékk 1978 þegar meirihlutinn féll í fyrra skiptið. Þessar kosn-
ingar voru einhverjar hinar erfiðustu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur gengið til í Reykjavík, og hygg ég, að sá varnarsigur, sem Geir
Hallgrímsson vann þar, hafi skipt sköpum um stjórnmálaferil hans.
Hefði Geir ekki haldið borginni árið 1970, hefðu úrslit trúlega orðið
önnur, þegar sjálfstæðismenn stóðu síðar frammi fyrir því að velja
sér foringja. Hefði Gunnar Thoroddsen, sem skilaði borginni með 10
borgarfulltrúa, ekki átt alls kostar við Geir Hallgrímsson með tapaða
borg, þegar til varaformannskjörs kom árið 1971?
Arið 1972 birtist palladómur um Geir Hallgrímsson í Vikunni eftir
mann sem nefndi sig „Lúpus“, en almennt var talið, að Helgi Sæ-
mundsson ritstjóri leyndist undir því nafni. Slíkir palladómar eru oft
skrifaðir í gamni frekar en alvöru, en vafalaust endurspeglar þessi
umsögn skoðanir margra þeirra, sem ekki stóðu sjálfir Geir eða
Sjálfstæðisflokknum nærri á þeim tíma, - ímynd Geirs samkvæmt al-
menningsálitinu, ef svo má að orði komast. Segir meðal annars í
þessari umsögn um Geir: „Hann er árrisull og starfsamur og skipu-
leggur hvern vinnudag eins og önnum kafinn kaupahéðinn eða iðju-
höldur, sem lætur ekki neina mínútu sólarhringsins ónotaða. Vekur
stundvísi hans og skyldurækni traust allra, er til þekkja, og ókunnug-
h hrífast gjarnan af myndarskap og glæsileik borgarstjórans. Geir er
og mæltur vel, en hann nýtur sín betur í vandlega undirbúnum tæki-
færisræðum en hörðum deilum á róstusömum málþingum. Styrkleiki
hans er rökfesta og andlegt jafnvægi, en hann er stundum eins og
vanbúinn, ef skotið er óvænt að honum ör eða spjóti, og bregst þá
kannski við eins og vandræðalega. Geir hættir til að vera hátíðlegur í
bragði og tíðkar aldrei gamansemi í orðaskiptum í kappræðum, þó
að hann bregði oft fyrir sig kímni ella og brosi hlýtt og breitt, er
hann heilsar og kveður þéttu handtaki.“ Síðar segir Lúpus: „Rögg-
semi Geirs Hallgrímssonar mun hafa ráðið miklu um, að Sjálfstæðis-
flokkurinn heldur enn meiri hluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur
og aðalvígi sínu á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisvar sinn-
um sigrað í höfuðstaðnum undir forystu Geirs, en alltaf munað mjóu.
An Geirs borgarstjóra væri Reykjavík sennilega fallin úr höndum
sjálfstæðismanna.“ Enn fremur segir í þessari umsögn: „Svipar hon-
um einna helst til Jóns Þorlákssonar af fyrri leiðtogum Sjálfstæðis-
flokksins, þó að meiri sé á velli og nýtízkulegri, og kynni Geir að fara
að dæmi hans, ef mikið þætti í húfi.“