Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 42
40 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARl kröfðust víðtækari aflaheimilda og lengri aðlögunartíma en íslend- ingar voru fúsir til að samþykkja. Það auðveldaði ekki viðræður þeirra Geirs og Wilsons, að dómsmálaráðherrann, Ólafur Jóhannes- son, lét varðskip klippa á togvíra breskra togara, meðan á viðræðum stóð. Meira að segja Geir Hallgrímsson átti þá bágt með að bæla nið- ur reiði sína og vanþóknun. Harðnaði deilan nú enn, bresku herskipin sigldu aftur inn fyrir 200 mílna mörkin og hófu ásiglingar á íslensku varðskipin, svo að 19. febrúar 1976 ákvað ríkisstjórn íslands að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Þetta vakti mikla athygli erlendis, og var fastaráð Atlants- hafsbandalagsins kvatt saman, strax og það fréttist. Á fundum þing- flokks sjálfstæðismanna hafði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra jafnvel við orð, að íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbanda- laginu. I maímánuði 1976 gekkst norska ríkisstjórnin fyrir tilraunum til að miðla málum, og í maílok flugu Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra til Oslóar, þar sem þeir hittu að máli Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta. Samningar tókust þar um það, að Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu íslendinga, en fengju takmarkaðar veiðiheimildir til 1. desember 1976. Stjórnarandstæðingar snerust gegn samningunum og spáðu því, að Bretar myndu ekki virða fiskveiðilögsöguna, en reyndin varð önnur: Hinn 1. desember 1976 sigldu breskir togarar út fyrir 200 mílna mörkin. Sigur hafði fengist í málinu. Um það getur enginn ágreiningur verið, að hinar farsælu lyktir þess voru fyrst og fremst Geir Hallgrímssyni að þakka, sem ætíð hafði haldið af still- ingu og festu á málstað íslendinga. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tók líka rösklega á varnarmál- um, sem voru um mitt árið 1974 í nokkurri óvissu vegna hinnar yfir- lýstu stefnu vinstri stjórnarinnar um að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og reka varnarliðið úr landi. Strax og stjórn Geirs tók við, hófust samningar við Bandaríkin um endurskoðun varnarsamn- ingsins. Lauk þeim í Washington 26. september 1974, og var ákveðið, að varnarsamningurinn frá 1951 skyldi gilda í öllum meginatriðum áfram, en íslendingar tækju að sér ýmis störf, sem Bandaríkjamenn unnu áður. Þeir menn, sem kunnugastir eru varnarmálum á þessu tímabili öllu, hafa kveðið upp úr um það, að þeir Bjarni Benedikts- son og Geir Hallgrímsson hafi notið mestrar virðingar íslenskra stjórnmálamanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.