Andvari - 01.01.1994, Síða 42
40
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARl
kröfðust víðtækari aflaheimilda og lengri aðlögunartíma en íslend-
ingar voru fúsir til að samþykkja. Það auðveldaði ekki viðræður
þeirra Geirs og Wilsons, að dómsmálaráðherrann, Ólafur Jóhannes-
son, lét varðskip klippa á togvíra breskra togara, meðan á viðræðum
stóð. Meira að segja Geir Hallgrímsson átti þá bágt með að bæla nið-
ur reiði sína og vanþóknun.
Harðnaði deilan nú enn, bresku herskipin sigldu aftur inn fyrir 200
mílna mörkin og hófu ásiglingar á íslensku varðskipin, svo að 19.
febrúar 1976 ákvað ríkisstjórn íslands að slíta stjórnmálasambandi
við Breta. Þetta vakti mikla athygli erlendis, og var fastaráð Atlants-
hafsbandalagsins kvatt saman, strax og það fréttist. Á fundum þing-
flokks sjálfstæðismanna hafði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra jafnvel við orð, að íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbanda-
laginu. I maímánuði 1976 gekkst norska ríkisstjórnin fyrir tilraunum
til að miðla málum, og í maílok flugu Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra til Oslóar, þar
sem þeir hittu að máli Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta.
Samningar tókust þar um það, að Bretar viðurkenndu 200 mílna
fiskveiðilögsögu íslendinga, en fengju takmarkaðar veiðiheimildir til
1. desember 1976. Stjórnarandstæðingar snerust gegn samningunum
og spáðu því, að Bretar myndu ekki virða fiskveiðilögsöguna, en
reyndin varð önnur: Hinn 1. desember 1976 sigldu breskir togarar út
fyrir 200 mílna mörkin. Sigur hafði fengist í málinu. Um það getur
enginn ágreiningur verið, að hinar farsælu lyktir þess voru fyrst og
fremst Geir Hallgrímssyni að þakka, sem ætíð hafði haldið af still-
ingu og festu á málstað íslendinga.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tók líka rösklega á varnarmál-
um, sem voru um mitt árið 1974 í nokkurri óvissu vegna hinnar yfir-
lýstu stefnu vinstri stjórnarinnar um að segja upp varnarsamningnum
við Bandaríkin og reka varnarliðið úr landi. Strax og stjórn Geirs tók
við, hófust samningar við Bandaríkin um endurskoðun varnarsamn-
ingsins. Lauk þeim í Washington 26. september 1974, og var ákveðið,
að varnarsamningurinn frá 1951 skyldi gilda í öllum meginatriðum
áfram, en íslendingar tækju að sér ýmis störf, sem Bandaríkjamenn
unnu áður. Þeir menn, sem kunnugastir eru varnarmálum á þessu
tímabili öllu, hafa kveðið upp úr um það, að þeir Bjarni Benedikts-
son og Geir Hallgrímsson hafi notið mestrar virðingar íslenskra
stjórnmálamanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.