Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 12

Andvari - 01.01.1994, Page 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI arð og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Auðlegð íslendinga hefur jafnan sprottið af góðum sjávarafla og hækkandi verði á fiski á heimsmark- aði. Hér hafa oft verið bitur átök um kaupgjald á lýðveldistímanum, og má auðveldlega rekja þau til misræmisins milli kröfunnar um skandinavísk lífs- kjör og mistaka íslendinga að starfrækja iðnað með skandinavískri fram- leiðni. Sáttin sem tókst um launin um 1990 fólst í því að almenningur sætti sig við lágu launin, miðað við Skandinavíu, en vinnur muninn upp með lengri vinnutíma, stöðugri og mikilli yfirvinnu. Þessi lausn er ekki auðveld eða góð. Hún setur íslenskt samfélag í spennu sem bitnar á miklum meiri- hluta heimila í landinu. Hún kemur líklega verst niður á uppeldi barna og miklu verr vegna þess að opinbert skólakerfi hefur verið vanrækt líka. Og sé það rétt, að við séum að afla okkur neyslufjár á kostnað barna okkar, þá er það miklu dýrari skuldasöfnun en sú sem mæld er í krónum og dollur- um.“ Þetta eru vissulega íhugunarverð orð. Getur þessi fámenna verstöð í Atl- antshafi boðið lífskjör sem jafnist á við það sem grónar iðnaðarþjóðir í Skandinavíu njóta, og haldið samt sjálfstæði sínu? Getum við haldið áfram að byggja þetta stóra land allt með þeim tilkostnaði sem af því leiðir? Ólán Færeyinga má verða okkur víti til varnaðar. Þeim varð um megn að halda uppi „skandinavískum“ lífskjörum, sem Danir sáu þeim reyndar fyrir, og misstu stjórn á málum sínum svo að þjóðargjaldþrot blasir við. Kannski er lausnin fyrir okkur, eins og Færeyinga, fólgin í nýrri hugsun sem veltir hag- vaxtargoðinu af stalli og leggur rækt við önnur verðmæti. Grannar vorir Grænlendingar voru rifnir upp úr jarðvegi sínum í hagkvæmnisnafni og smalað saman í nokkra þéttbýlisstaði. Sú röskun hefur orðið þeim dýr- keypt. Við höfum gengið á auðlindir sjávarins og vegna þess að við þurfum að reka dýr veiðitæki hafa íslenskir útgerðarmenn ekki vílað fyrir sér að spilla áliti þjóðarinnar sem forustuþjóðar í landhelgismálum. Þá börðumst við fyrir rétti strandríkja og unnum sigur. Nú er snúið við blaðinu, sótt í Smug- una og á miðin við Svalbarða með hæpnum rétti úthafsveiðiþjóða sem við áður andæfðum á heimamiðum. Þjóðrembingurinn bannar mönnum að horfast í augu við þetta og þótt fiskifræðingar bendi á tvískinnunginn og tækifærisstefnuna hirðum við aldrei um slíkt! Skáld nítjándu aldar ortu ástarjátningar til ættjarðarinnar. Við sem nú lif- um unnum landi okkar ekki síður en fyrri tíðar menn þótt hátíðleg tignun þess sé nútímafólki ekki eins töm. Innilegt samlíf með landinu í blíðu og stríðu hefur komið í þess stað. Það er túlkað í ættjarðarljóðum nútímans. Umhverfisvernd er tímans krafa og við íslendingar höfum loks brugðist við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.