Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 30
28
davi'ð oddsson
ANDVARI
isflokksins, á það, að það væri ekki vænlegt í baráttu í næstu bæjar-
stjórnarkosningum, ef ekki lægi ljóst fyrir, hver væri ótvíræður leið-
togi sjálfstæðismanna í Reykjavík.
VII
Geir Hallgrímsson gegndi starfi borgarstjóra í Reykjavík í þrettán ár,
frá 1959 til 1972. Borgarstjórinn í Reykjavík er ekki aðeins áhrifa-
maður í sveitarstjórnarmálum, heldur líka framkvæmdastjóri stærsta
fyrirtækis landsins, og er starf hans margþætt og tímafrekt. Geir var
maður mjög stundvís og nákvæmur í allri embættisfærslu, svo að til
var tekið. Hann var jafnan mættur á skrifstofu sína, sem var í húsi
Reykjavíkurapóteks við Pósthússtræti, klukkan níu á morgnana og
fór ekki heim fyrr en á milli sjö og átta á kvöldin. Jafnframt þurfti
hann oft í viku að sækja fundi eða standa fyrir móttökum eftir að
venjulegum starfsdegi lauk. Geir hafði þann hátt á, að hann hitti
helstu embættismenn Reykjavíkurborgar á skrifstofu sinni á þriðju-
dags- og föstudagsmorgnum klukkan níu, þar sem farið var yfir
helstu verkefni og framkvæmdir á vegum borgarinnar. Stendur það
vinnulag enn. Borgarráðsfundir voru haldnir síðdegis á sama stað og
sömu daga, þriðjudaga og föstudaga, venjulega frá klukkan fjögur til
klukkan sjö. Þar sátu fimm borgarfulltrúar, venjulegast þrír frá
meirihluta sjálfstæðismanna og tveir frá minnihluta vinstri flokk-
anna. Einnig sátu fundina helstu embættismenn borgarinnar, svo sem
borgarritari, borgarlögmaður og borgarverkfræðingur. Var sam-
komulag jafnan gott í borgarráði í tíð Geirs Hallgrímssonar, enda
lagði hann sig fram um að taka tillit til óska minnihlutans um rýmri
tíma til ákvarðana og gagnaöflunar. Fannst áköfustu framkvæmda-
mönnum borgarstjórans að sanngirni hans í garð andstæðinganna
gengi stundum úr hófi fram. Geir var fylginn sér í stjórnmálum, en
hann var mjög viðkvæmur fyrir ásökunum um að hann misbeitti
valdi sínu gagnvart minnihlutanum eða gæfi honum ekki fullt svig-
rúm til þess að koma fram sínum sjónarmiðum og andstöðu. Bæjar-
stjórnarfundir voru haldnir tvisvar í mánuði og fóru þeir fram í bæj-
arstjórnarsal í húsi Reykjavíkurborgar að Skúlatúni 2. Þeir fundir
voru miklu hátíðlegri og hefðbundnari en borgarráðsfundirnir, enda
fulltrúar dagblaða og útvarps einatt viðstaddir.