Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 18
16 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI óspillta, sem því valda, að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur svo mikils trausts alls almennings, sem raun ber vitni,“ sagði Ólafur Thors í minningarorðum um hann. Árið 1918 hafði Hallgrímur Benediktsson kvænst Áslaugu Geirs- dóttur Zoéga. Hún fæddist 14. ágúst 1895, en lést 15. ágúst 1967. Faðir Áslaugar, Geir Tómasson Zoega, fæddist á Akranesi árið 1857, þar sem faðir hans var formaður á skipi. Hann lauk embættisprófi í mál- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1883 og var síðan kennari og loks rektor við Lærða skólann í Reykjavík, síðar Menntaskólann í Reykjavík, til æviloka, kenndi latínu og ensku. Hann lést árið 1928. Eftir hann liggja merkar orðabækur og einnig kennslubók í ensku. Geir rektor var aðeins fimm ára gamall, þegar faðir hans drukknaði, og ólst hann upp hjá hálfbróður föður síns, Geir Zoéga kaupmanni, sem kostaði hann til náms. Tómas Zoéga, faðir Geirs rektors, var óskilgetinn sonur Jóhannesar Zoéga, glerskera í Reykjavík, og Elín- ar Tyrfingsdóttur. Jóhannes glerskeri var uppi frá 1796 til 1852. Faðir hans var Jóhannes Zoéga, sem fæddur var í Slésvík árið 1747, en fluttist um fertugt til íslands, þar sem hann var lengst vörður í fanga- húsinu á Arnarhólstúni, sem nú er stjórnarráðshúsið. Jóhannes Zoéga fangavörður rakti ættir sínar aftur til Matthíasar nokkurs Zoéga, dansmeistara og hörpuleikara, sem uppi var frá um 1545 til um 1606 og starfaði meðal annars við hirð Danakonungs. Kona Geirs T. Zoéga rektors var Bryndís Sigurðardóttir. Hún fæddist í Flatey á Breiðafirði 1858, en lést í Reykjavík 1924. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Jónsson Johnsen, kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, og kona hans Sigríður, laundóttir Brynjólfs Benedictsens, kaupmanns í Flatey, mikils auðmanns og athafnamanns. Brynjólfur var sonur fræðimannsins og stórbóndans Boga Benediktssonar á Staðarfelli, sem samdi meðal annars Sýslumannaœfir í fjórum bindum. Á meðal annarra barna þeirra Geirs og Bryndísar Zoéga voru Geir G. Zoéga vegamálastjóri og Guðrún Zoéga, kona Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra, en sonur þeirra er Geir Þorsteinsson, sem lengi var forstjóri Ræsis hf. í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.