Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 18
16
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
óspillta, sem því valda, að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur svo mikils
trausts alls almennings, sem raun ber vitni,“ sagði Ólafur Thors í
minningarorðum um hann.
Árið 1918 hafði Hallgrímur Benediktsson kvænst Áslaugu Geirs-
dóttur Zoéga. Hún fæddist 14. ágúst 1895, en lést 15. ágúst 1967. Faðir
Áslaugar, Geir Tómasson Zoega, fæddist á Akranesi árið 1857, þar
sem faðir hans var formaður á skipi. Hann lauk embættisprófi í mál-
fræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1883 og var síðan kennari
og loks rektor við Lærða skólann í Reykjavík, síðar Menntaskólann í
Reykjavík, til æviloka, kenndi latínu og ensku. Hann lést árið 1928.
Eftir hann liggja merkar orðabækur og einnig kennslubók í ensku.
Geir rektor var aðeins fimm ára gamall, þegar faðir hans drukknaði,
og ólst hann upp hjá hálfbróður föður síns, Geir Zoéga kaupmanni,
sem kostaði hann til náms. Tómas Zoéga, faðir Geirs rektors, var
óskilgetinn sonur Jóhannesar Zoéga, glerskera í Reykjavík, og Elín-
ar Tyrfingsdóttur. Jóhannes glerskeri var uppi frá 1796 til 1852. Faðir
hans var Jóhannes Zoéga, sem fæddur var í Slésvík árið 1747, en
fluttist um fertugt til íslands, þar sem hann var lengst vörður í fanga-
húsinu á Arnarhólstúni, sem nú er stjórnarráðshúsið. Jóhannes
Zoéga fangavörður rakti ættir sínar aftur til Matthíasar nokkurs
Zoéga, dansmeistara og hörpuleikara, sem uppi var frá um 1545 til
um 1606 og starfaði meðal annars við hirð Danakonungs. Kona Geirs
T. Zoéga rektors var Bryndís Sigurðardóttir. Hún fæddist í Flatey á
Breiðafirði 1858, en lést í Reykjavík 1924. Foreldrar hennar voru þau
Sigurður Jónsson Johnsen, kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, og
kona hans Sigríður, laundóttir Brynjólfs Benedictsens, kaupmanns í
Flatey, mikils auðmanns og athafnamanns. Brynjólfur var sonur
fræðimannsins og stórbóndans Boga Benediktssonar á Staðarfelli,
sem samdi meðal annars Sýslumannaœfir í fjórum bindum. Á meðal
annarra barna þeirra Geirs og Bryndísar Zoéga voru Geir G. Zoéga
vegamálastjóri og Guðrún Zoéga, kona Þorsteins Þorsteinssonar
hagstofustjóra, en sonur þeirra er Geir Þorsteinsson, sem lengi var
forstjóri Ræsis hf. í Reykjavík.