Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 61
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
59
XIX
Þeir, sem þekktu lítt til Geirs Hallgrímssonar, höfðu stundum á orði,
að hann væri líkari embættismanni en stjórnmálamanni. Vissulega
var Geir vandvirkur maður og nákvæmur og gætti þess vel, að allt
færi fram samkvæmt settum reglum. Honum var mjög í mun, að sem
gleggstar upplýsingar lægju fyrir áður en ákvörðun væri tekin, ekki
síst ef ákvörðun taldist mikilvæg. Varð þá að velta öllum kostum upp
°g vega og meta áhrif til skemmri en þó einkum lengri tíma. Þetta
vinnulag, svo marga og augljósa kosti sem það hefur, gat einnig orðið
stjórnmálalegum lausnum til trafala og leitt til þess að réttar ákvarð-
anir væru teknar of seint. En þótt Geir byggi þannig yfir gætni hins
heiðvirða embættismanns var hann samt fyrst og síðast stjórnmála-
maður með lifandi áhuga og djúpa þekkingu á stjórnmálum. í tíðum
samtölum okkar síðustu misserin, sem hann lifði, undraðist ég oft
glöggskyggni hans á innri rök þeirra atburða og atvika, sem við töl-
uðum um. Gat hann greint sundur flóknar stjórnmálastöður og lagt
mat á þá kosti, sem voru í boði, betur en aðrir. Hvarflaði þá iðulega
að mér, hvort ýmislegt það, sem úrskeiðis fór, á meðan hann gaf sig
sjálfur að stjórnmálum, hefði ekki verið að kenna misjafnri ráðgjöf
°g of ríku tilliti til sjónarmiða og hagsmuna annarra fremur en eðl-
isávísunar hans sjálfs. En í stjórnmálum var Geir Hallgrímsson hug-
sjónamaður, eins og ég rakti hér í byrjun þessarar ritgerðar. Hann
var jafnan fús til samninga, en hann vildi aldrei fórna sannfæringu
sinni á altari hentiseminnar. Honum hefði veist þungbært, ef ekki
óbærilegt, að ganga verulega á svig við stefnu sína í því skyni einu að
verða sér úti um stundarávinning. Og honum hefði verið óskiljanleg
sú hugsun, að telja ekki frágangssök að gera samninga, sem ljóst
væri, að vonlaust var að standa við á nokkurn hátt.
Geir Hallgrímssyni var þvert um geð að flana að ákvörðunum eða
rasa um ráð fram. Þeir, sem höfðu horn í síðu hans, brugðu honum
um að vera of varfærinn og höfðu eins og áður sagði nokkuð til síns
máls. En þrátt fyrir þetta var Geir Hallgrímsson oft reiðubúinn til að
laka áhættu í stjórnmálum. Hann vissi, að stjórnmálabarátta yrði
aldrei háð út í æsar eftir fyrirfram mörkuðum línum og að menn
gætu aldrei gefið sér með óyggjandi vissu niðurstöðuna fyrirfram.
Allt væri þar undirorpið óvissu, þótt vanda yrði allan málatilbúnað.
Það gefur ef til vill góða mynd af Geir, hvaða íslensku stjórnmála-