Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 99

Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 99
ANDVARI ÚR BHRLÍNARDAGBÓK 1930 97 eðlilegast. Að því leyti er hún eins og dýr, án alls menningarbrags, án alúð- legrar hirðingar. Hún klæðir sig einnig að jafnaði ósmekklega, vantar meira að segja oft nokkuð á æskilegt hreinlæti í klæðaburði. Petta hindrar ekki, að hún hafi ákveðnar reglur um framkomu manna á þessum og þessum stað. T.d. eru margir saklausir staðir í Berlin sem hún hneykslast á og liggja utan við það svið, er hún getur verið þekkt fyrir að ganga eftir. Hún er hár- næm fyrir því hvað við á að segja í návist hennar eða á þessum og þessum stað. Mér kemur svo fyrir, að á mörgum sviðum sé hún bundin, þrátt fyrir það, þótt hún vilji og telji sig alfrjálsa. En það er mannlegt. Svipur hennar og augu er oft mjög fagur, á mynd geta menn orðið ástfangnir í henni. Stundum hnyklast augabrúnir hennar og þá hverfur skyndilega hið heiða yfirbragð, heit ástríða, sterkur þótti, jafnvel kvenleg grimmd brýst fram. Þá er hún eins og tígrisdýr, eða eins og hlaðið loft í þrumuveðri. Undrakraftur getur þá brotizt út í reiði og þá koma stundir er ég óttast um vit hennar, get búizt við brjálæði á hverri stundu. Stórbrotin er þessi kona, með óvenjuleg- ar gáfur, óstjórnlegar ástríður og hlýja viðkvæmni eða öllu heldur heita við- kvæmni, litauðga blíðu. Stundum getur hún verið afar köld og beisk, eins og jökull á eldfjalli. Mér finnst eins og í lífi hennar sé aðeins vetur og sum- ar en vor og haust sé að minnsta kosti svo stutt að menn verði þeirra naum- ast varir. Eg virði hana og dái að mörgu leyti, en hún er mér í senn of heit og köld, eins og suðrænn sumardagur eða vetrardagur við heimskaut. Feg- urð þeirra getur hrifið mig, en ég verð innan stundar að flýja í mildara loftslag. Og þá er gott að koma til Nóru hinnar yndislegu, blíðu og elsku- legu. Hún á ekki skerpu gáfna, engar sveiflandi ástríður, en næman kven- legan skilning fyrir náttúrunni, fyrir list, fyrir mönnum. Fögur er hún ekki, en mjúk, og grönn eins og birkihrísla, og yndisþokki er segullinn, sem hún dregur að sér karlmanninn með. í listasafninu vildi hún vita samhengi og sögu og eignast skilning á þann hátt, og fyrir málverkum á hún næmt auga eins og náttúrunni og mönnunum. En hún leitar hins unaðslega og blíða, léti auðveldar blekkjast, gæti ég trúað. Hún er yfirlætislaus og góð en dæm- ir þó eftir tilfinningum sínum þrátt fyrir mikinn forða af heilbrigðri skyn- semi. Það eru engin takmörk fyrir því hversu hún getur fagnað yfir fjölda- mörgu sem lífið hefir að bjóða. Berlin myndi verða lengi að seðja hana, en skyndilega getur hún hræðst og numið staðar, veki eitthvað andúð eða við- bjóð hennar. Glamur og mannmergð fellur henni ekki, en dansað gæti hún sig dauða á þeim stað er henni félli. Eins og barn gleðst hún, og að uppfylla óskir hennar er veruleg sæla, engu síður en það væri voðalega sárt að gera henni eitthvað á móti. Hún var hér fátæklega búin og auðsjáanlega þótti henni fyrir því og hefði líklega glaðst í skrautbúnu samkvæmi ef hún hefði sjálf verið í samræmi við aðra í klæðaburði. Hún er oft stillt og hljóð eins og lind í skógi, viðkvæm og blíð. Það er þá fullkomin sæla að sitja við hlið 7 Andvari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.