Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 24
22
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
1951-1952. Geir var forstjóri fjölskyldufyrirtækisins, H. Benediktsson
& Co. hf., árin 1955-1959, en eftir að hann hlaut réttindi hæstaréttar-
lögmanns 5. júlí 1957, rak hann lögfræðiskrifstofu sína í félagi við
Eyjólf Konráð Jónsson.
IV
Þeir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson höfðu kynnst á
fjölmennum fundi í Varðarfélaginu haustið 1949. Þá voru enn víðtæk
höft í gildi í landinu, eins og lýst er í hinni fróðlegu bók Jakobs F. Ás-
geirssonar, Þjóð í hafti. Menn áttu undir góðvild hins opinbera vildu
þeir girða af garðholu, enda allar fjárfestingar stórar og smáar undir
ströngu eftirliti. Nánast var slegist um leyfi til að flytja inn bíla, og
jafnvel kassafjölunum, sem bílarnir komu í, var deilt út með atbeina
ráðherra sjálfs. Þá gátu menn ekki keypt bækur frá útlöndum nema
fá til þess samþykki frá sérstökum gjaldeyrisúthlutunarnefndum. Þá
áttu „fyrirgreiðslupólitíkusara tímabundið himnaríki á þessum gos-
kletti nyrst í Atlantshafi. Öll hafði þessi skömmtun vitaskuld í för
með sér margvíslegar freistingar og ekkert sem nú kallast stjórn-
málaleg spilling hefði komist á blað á þessum haftaárum. En
skömmtun náði lítt þeim yfirlýsta tilgangi sínum að koma á jafnvægi
í fjárfestingum og innflutningi. Þetta gerðist á sama tíma og flestar
aðrar vestrænar þjóðir voru að losa um utanríkisverslun. Þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði einn stjórnmálaflokkanna þá stefnu að auka
frelsi í viðskiptum, tók hann að sínu leyti virkan þátt í að reka þenn-
an haftabúskap, og virtust margir sjálfstæðismenn ekki kunna önnur
úrræði, þótt oft væri hneykslast á höftunum á fundum. En á þessum
Varðarfundi reis ungur maður, nýkominn frá Bandaríkjunum, upp í
miðjum bölmóðnum og hóf að halda þrumuræðu gegn stefnuleysi
flokksins síns. Hann lét ekki þar við sitja, heldur herti sig enn í síðari
hluta ræðunnar og benti á lausnir og stefnu, og var þar allt þveröfugt
við það, sem verið var að gera. Ræðunni lauk hann með mergjuðum
áskorunum og jafnvel ögrunum í garð forystumanna flokksins, ekki
síst Bjarna Benediktssonar, sem þá var utanríkisráðherra og staddur
á fundinum. Þetta var Geir Hallgrímsson, og þeim frjálslyndu ungu
mönnum, sem fundinn sóttu, var óðar ljóst, að þeir höfðu eignast
talsmann og foringja. Margir hinna eldri manna létu sér einnig vel