Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 24

Andvari - 01.01.1994, Side 24
22 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI 1951-1952. Geir var forstjóri fjölskyldufyrirtækisins, H. Benediktsson & Co. hf., árin 1955-1959, en eftir að hann hlaut réttindi hæstaréttar- lögmanns 5. júlí 1957, rak hann lögfræðiskrifstofu sína í félagi við Eyjólf Konráð Jónsson. IV Þeir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson höfðu kynnst á fjölmennum fundi í Varðarfélaginu haustið 1949. Þá voru enn víðtæk höft í gildi í landinu, eins og lýst er í hinni fróðlegu bók Jakobs F. Ás- geirssonar, Þjóð í hafti. Menn áttu undir góðvild hins opinbera vildu þeir girða af garðholu, enda allar fjárfestingar stórar og smáar undir ströngu eftirliti. Nánast var slegist um leyfi til að flytja inn bíla, og jafnvel kassafjölunum, sem bílarnir komu í, var deilt út með atbeina ráðherra sjálfs. Þá gátu menn ekki keypt bækur frá útlöndum nema fá til þess samþykki frá sérstökum gjaldeyrisúthlutunarnefndum. Þá áttu „fyrirgreiðslupólitíkusara tímabundið himnaríki á þessum gos- kletti nyrst í Atlantshafi. Öll hafði þessi skömmtun vitaskuld í för með sér margvíslegar freistingar og ekkert sem nú kallast stjórn- málaleg spilling hefði komist á blað á þessum haftaárum. En skömmtun náði lítt þeim yfirlýsta tilgangi sínum að koma á jafnvægi í fjárfestingum og innflutningi. Þetta gerðist á sama tíma og flestar aðrar vestrænar þjóðir voru að losa um utanríkisverslun. Þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hefði einn stjórnmálaflokkanna þá stefnu að auka frelsi í viðskiptum, tók hann að sínu leyti virkan þátt í að reka þenn- an haftabúskap, og virtust margir sjálfstæðismenn ekki kunna önnur úrræði, þótt oft væri hneykslast á höftunum á fundum. En á þessum Varðarfundi reis ungur maður, nýkominn frá Bandaríkjunum, upp í miðjum bölmóðnum og hóf að halda þrumuræðu gegn stefnuleysi flokksins síns. Hann lét ekki þar við sitja, heldur herti sig enn í síðari hluta ræðunnar og benti á lausnir og stefnu, og var þar allt þveröfugt við það, sem verið var að gera. Ræðunni lauk hann með mergjuðum áskorunum og jafnvel ögrunum í garð forystumanna flokksins, ekki síst Bjarna Benediktssonar, sem þá var utanríkisráðherra og staddur á fundinum. Þetta var Geir Hallgrímsson, og þeim frjálslyndu ungu mönnum, sem fundinn sóttu, var óðar ljóst, að þeir höfðu eignast talsmann og foringja. Margir hinna eldri manna létu sér einnig vel
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.