Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 96
94
KRISTINN E. ANDRÉSSON
ANDVARI
5.10. 30
Romanisches Kaffee, fyrir tveim dögum kominn til Berlin, í fyrradag kl. 9
um kvöldið, fór til Gr. Frankfurterstr. 3, lokað, á hótel í sama stræti. Fíer-
bergi? Já. Hvað dýrt? 4 mörk. Ekkert ódýrara? 3 mörk. Gott. ískyggilegur
maður milli fertugs og fimmtugs fylgdi mér upp þröngan stiga. Gleymdi:
áður hafði hann spurt: fyrir einn? Sú spurning hafði djúpa merkingu. Pegar
upp kom læst forstofuhurð, þegar inn kom þröng forstofa, er bauð inn í
fjögur herbergi í hálfhring. Til hægri opnað fyrir mig: lítið fremur óvistlegt
en ekki óþrifalegt herbergi. Ganghurðinni aflæst. Eg þvoði mér og vildi
fara út og eta kvöldverð. „Ausgehen m. Bedienung 2x klingen“. Upp kom
ungur maður, brosandi, hár og svarthærður, rangeygur. Mér var hleypt út.
Fór á Pah[..]hofer. Jómfrú lék á píanó og söng. Stúlka og þrír menn stóðu
umhverfis borð og drukku bjór og vín. Fáar hræður sátu við borð og
drukku. Ovistlegt. Sköllóttur lítill kall dansaði við stelpuna og annar mjög
hár og þrekinn með ístru, svo hífaður að hann gat naumast haldið sporinu.
Fetta bauð Berlin mér fyrsta kvöldið. Pegar í hótelið kom, opnaði fyrir mér
svarti strákurinn brosandi, spurði hvort ég þekkti Max Ráuber [?] Eg lok-
aði að mér. Á þilinu stóð: allt verðmætt skal gefið til geymslu sökum hættu
við þjófnaði. Um nóttina vaknaði eg við umgang á ganginum. Maður og
kona. „Farið ekki strax.“ „Æ jú“ var vinsamlegt svar. „Eg vek yður um 10.“
Ganghurðinni lokað. Eg sofnaði aftur. Vaknaði fyrir kl. 9, klæddi mig,
hringdi, lagleg ljóshærð stúlka með lífsins [?] brunnin augu opnaði. Ég fer.
„Auf Wiedersehen.“
Eg var í miður góðu skapi, er eg fór til að heimsækja nýju húsmóður
mína, Frau Rechtsanwalt Breumert. Kvöldið áður skyldi húsið vera opið til
9.30. Eg kom 9.40. Eg hugsaði mér að skoða herbergin, en berja einhverju
við og leigja þar ekki. Eg hringdi. Þjónustustúlka - og að vörmu spori frú-
in. Á svipstundu þurkaðist burtu allt, er eg hafði áður hugsað, þankarnir
dimmu leystust upp eins og þoka fyrir geislum sólar. Hún tók mér opnum
örmum eins og syni sínum og var ein umhyggja. Bréfið frá syni sínum hafði
hún fyrst fengið um morguninn, vissi ekki um komu mína, afsakið. Maður
hennar kom strax til að heilsa mér. Við töluðum lengi saman og kom ásamt
um herbergi og allan aðbúnað.
3. nóv. 1930
Undanfarandi dagar hafa verið lærdómsríkir. Sunnudag 26. okt. komu
Nóra og Prinz hingað. Dagana áður hafði ég keppst við grein um stríðið og
lokið henni. Föstudaginn 24. okt. vorum við með dr. Goepel í „Clou“. Par
var militármusik. Salurinn er mjög stór og fallega lýstur. Þar koma saman
borgarar Berlin. „Kleinburger“ sagði Goepel, og þykjast mjög fínir og fyr-
irmannlegir. Par er gott til kvenna af betra tæi. Samtal okkar var fremur