Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 7

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 7
Frá ritstjóra Á þessu ári hefur með ýmsu móti verið minnst fimmtugsafmælis íslenska lýðveldisins. Á tímamótum er vanalegt að halda því á loft sem best er um afmælisbarnið en láta annað liggja í láginni, og vissulega hefur margt vel tekist á hálfrar aldar göngu okkar á lýðveldistímanum. Lýðveldisstofnunin sjálf var auðvitað formlegs eðlis; í reynd hafði þjóðin hlotið fullt sjálfræði með sambandslagasamningnum 1918. Á árunum milli styrjalda var með miklum átökum lagður grunnur nútímaþjóðfélags á íslandi. Við hernám Danmerkur urðu íslendingar svo skyndilega að taka þjóðhöfðingjavaldið og utanríkismálin í eigin hendur. Stofnun lýðveldisins í heimsstyrjöldinni bar því að með öðrum hætti en menn höfðu ætlað. Hófst þá mikið kapp- hlaup milli stjórnmálamanna um hver væri sprettharðasta sjálfstæðishetjan, og hefðu afskipti Breta og síðar Bandaríkjamanna ekki komið til myndu ís- lenskir forustumenn vísast hafa slitið sambandinu við Danmörku áður en samningstíminn rann út, á grundvelli svokallaðra vanefnda, sem Dönum voru óviðráðanlegar. Uppsagnarfrestur var þó látinn líða til enda, en sár- inda gætti í Danmörku lengi á eftir vegna þess að íslendingar biðu ekki eft- ir að hernámi Dana létti. Það er raunar ófagur vottur um lýðræðisást ís- Iendinga hversu reynt var með skipulegum hætti að hefta málfrelsi þeirra sem fresta vildu sambandsslitum; sú saga er að nokkru rakin í bók Hanni- bals Valdimarssonar, Bannfœrð sjónarmið. En lýðveldið var stofnað samkvæmt nánast einróma ákvörðun þjóðar- innar, í bjartsýnni trú á framtíðina þótt uggvænlega horfði í alþjóðamálum. Keflavíkursamningurinn tveim árum síðar olli miklum ágreiningi og inn- gangan í Atlantshafsbandalagið klauf þjóðina. í framhaldi af því var svo herverndarsamningur gerður við Bandaríkin. Um sömu mundir og þessu fór fram voru landgrunnslögin sett og á grundvelli þeirra færðum við út fiskveiðilögsöguna, úr þremur í 200 mílur í áföngum. Það kostaði átök, en á þessu hefur velmegun þjóðarinnar síðustu áratugi verið reist. Upphafi þeirrar sögu er lýst í ritgerð í þessum árgangi Andvara. I þessum inngangsorðum ætla ég ekki að rekja íslandssöguna á lýðveldis- tímanum. Sannleikurinn er sá að ekkert er auðveldara en fyllast stolti yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.