Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 139
ANDVARl
FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS
137
ritsgreinar, þótt þær kunni frekar að sýna skoðanir menntamanna en allrar
alþýðu. Margt er fróðlegt í ritgerð Sigurðar, til dæmis lýsing hans á nálægð
dauðans á flestum heimilum, á meðan annar hvor hvítvoðungur að kalla
má dó frá foreldrum sínum og systkinum.
Samkennarar mínir í stjórnmálafræði halda því allir fram, að árin 1916-
1930 hafi stéttastjórnmál leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi; stéttaflokkar
hafi komið í stað flokka með ólíka afstöðu til dönsku stjórnarinnar. Þessi
kenning virðist að vísu rekast beint á þá staðreynd, að langstærsti flokkur-
inn, Sjálfstæðisflokkurinn, telur sig flokk allra stétta og er það líka sam-
kvæmt úrslitum kosninga og margvíslegra kannana, þótt hann sæki vissu-
lega misjafnlega mikið fylgi til stéttanna. Erfitt er því að fella kenninguna
að þessari staðreynd. Svipað er að segja um ýmsar hugmyndir og fullyrð-
ingar Jóns Gunnars Grjetarssonar í þessu riti, en hann skrifar um „upphaf
og þróun stéttskipts samfélags á íslandi“. Jón Gunnar reynir að fella kenn-
ingu Marx um stéttaskiptingu og stéttabaráttu að staðreyndum íslensks
þjóðlífs. En setjum svo, að stétt sé skilgreind samkvæmt tengslum manna,
svo að eignamenn með annað fólk í vinnu séu í borgarastétt og eignalausir
launþegar í verkalýðsstétt. íslenskir bændur á eigin jörðum með 1-2 menn í
vinnu voru samkvæmt því í borgarastétt. Jón Gunnar gerir sér grein fyrir
því, að erfitt er að koma íslenskum bændum fyrir í hinu marxíska hugtaka-
kerfi, svo að hann kastar fram annarri skilgreiningu á stétt: Þeir eru í sömu
stétt, sem deila svipaðri sögu og hafa svipaða samvitund, stéttarvitund. Þá
voru íslenskir bændur vissulega í sömu stétt, því að þeir vissu vel af sér sem
bændur. En þá hefur stéttarhugtakið huglæga skírskotun, og það stangast
alveg á við sögulega efnishyggju Marx.
Raunar má spyrja, hvers vegna ætti að skrifa um „upphaf og þróun stétt-
skipts samfélags á íslandi“ í rit um íslenska þjóðfélagsþróun 1880-1990, en
þegja þar um íslenska athafnamenn á sama tíma. Hafa menn eins og Eld-
eyjar-Hjalti, Thor Jensen, Jón Ólafsson í Alliance, Jón Þorláksson, Björn
Ólafsson, Pálmi í Hagkaup og margir fleiri þó vafalaust haft feikimikil áhrif
á þróunina. Forvitnilegt hefði verið að rannsaka, hvaða skilyrði athafna-
mönnum voru búin á íslandi á þessum tíma og hvernig þeir brugðust við
slíkum skilyrðum. Fræg er raunar setning Gylfa Þ. Gíslasonar, að líklega
hafi Pálmi Jónsson bætt kjör íslenskrar alþýðu jafnmikið eða meira en sex-
tíu ára barátta ýmissa verkalýðsfélaga. Þótt Jón Gunnar Grjetarsson segi
frá upphafi íslenskra stéttarfélaga í ritgerð sinni, rannsakar hann ekki þessa
athyglisverðu vinnutilgátu Gylfa. Og benda má á fleiri rannsóknarefni og
vinnutilgátur, sem Jón Gunnar ræðir ekki um. Það er til dæmis athyglisvert,
að verkalýðsfélög virðast iðulega vera stofnuð til þess að bægja öðrum frá
vinnu á félagssvæðinu. Þau virðast vera stofnuð til þess að halda uppi ein-
okun ákveðins hóps og meina öðrum að selja vinnuafl sitt eða þjónustu í