Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1994, Side 139

Andvari - 01.01.1994, Side 139
ANDVARl FRÁ FRUMSTÆÐU BÆNDAVELDI TIL FJÖLÞÆTTS NÚTÍMASKIPULAGS 137 ritsgreinar, þótt þær kunni frekar að sýna skoðanir menntamanna en allrar alþýðu. Margt er fróðlegt í ritgerð Sigurðar, til dæmis lýsing hans á nálægð dauðans á flestum heimilum, á meðan annar hvor hvítvoðungur að kalla má dó frá foreldrum sínum og systkinum. Samkennarar mínir í stjórnmálafræði halda því allir fram, að árin 1916- 1930 hafi stéttastjórnmál leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi; stéttaflokkar hafi komið í stað flokka með ólíka afstöðu til dönsku stjórnarinnar. Þessi kenning virðist að vísu rekast beint á þá staðreynd, að langstærsti flokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn, telur sig flokk allra stétta og er það líka sam- kvæmt úrslitum kosninga og margvíslegra kannana, þótt hann sæki vissu- lega misjafnlega mikið fylgi til stéttanna. Erfitt er því að fella kenninguna að þessari staðreynd. Svipað er að segja um ýmsar hugmyndir og fullyrð- ingar Jóns Gunnars Grjetarssonar í þessu riti, en hann skrifar um „upphaf og þróun stéttskipts samfélags á íslandi“. Jón Gunnar reynir að fella kenn- ingu Marx um stéttaskiptingu og stéttabaráttu að staðreyndum íslensks þjóðlífs. En setjum svo, að stétt sé skilgreind samkvæmt tengslum manna, svo að eignamenn með annað fólk í vinnu séu í borgarastétt og eignalausir launþegar í verkalýðsstétt. íslenskir bændur á eigin jörðum með 1-2 menn í vinnu voru samkvæmt því í borgarastétt. Jón Gunnar gerir sér grein fyrir því, að erfitt er að koma íslenskum bændum fyrir í hinu marxíska hugtaka- kerfi, svo að hann kastar fram annarri skilgreiningu á stétt: Þeir eru í sömu stétt, sem deila svipaðri sögu og hafa svipaða samvitund, stéttarvitund. Þá voru íslenskir bændur vissulega í sömu stétt, því að þeir vissu vel af sér sem bændur. En þá hefur stéttarhugtakið huglæga skírskotun, og það stangast alveg á við sögulega efnishyggju Marx. Raunar má spyrja, hvers vegna ætti að skrifa um „upphaf og þróun stétt- skipts samfélags á íslandi“ í rit um íslenska þjóðfélagsþróun 1880-1990, en þegja þar um íslenska athafnamenn á sama tíma. Hafa menn eins og Eld- eyjar-Hjalti, Thor Jensen, Jón Ólafsson í Alliance, Jón Þorláksson, Björn Ólafsson, Pálmi í Hagkaup og margir fleiri þó vafalaust haft feikimikil áhrif á þróunina. Forvitnilegt hefði verið að rannsaka, hvaða skilyrði athafna- mönnum voru búin á íslandi á þessum tíma og hvernig þeir brugðust við slíkum skilyrðum. Fræg er raunar setning Gylfa Þ. Gíslasonar, að líklega hafi Pálmi Jónsson bætt kjör íslenskrar alþýðu jafnmikið eða meira en sex- tíu ára barátta ýmissa verkalýðsfélaga. Þótt Jón Gunnar Grjetarsson segi frá upphafi íslenskra stéttarfélaga í ritgerð sinni, rannsakar hann ekki þessa athyglisverðu vinnutilgátu Gylfa. Og benda má á fleiri rannsóknarefni og vinnutilgátur, sem Jón Gunnar ræðir ekki um. Það er til dæmis athyglisvert, að verkalýðsfélög virðast iðulega vera stofnuð til þess að bægja öðrum frá vinnu á félagssvæðinu. Þau virðast vera stofnuð til þess að halda uppi ein- okun ákveðins hóps og meina öðrum að selja vinnuafl sitt eða þjónustu í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.