Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.1994, Blaðsíða 44
42 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI og sóun á almannafé að ræða. Nokkurrar óánægju gætti líka í röðum sjálfstæðismanna með það, að flokkurinn hefði ekki staðið við ýmis fyrirheit sín. Til dæmis hafði flokkurinn gagnrýnt Framkvæmdastofn- un ríkisins, sem vinstri stjórnin kom á fót, harðlega fyrir kosningar, en eftir kosningar settust þingmenn þar í stjórnunarstöður. Hitt mátu menn til dæmis síður, að Geir hafði í stefnuræðu sinni haustið 1977 boðað aukið frelsi í gjaldeyrismálum, sem hrint var í framkvæmd nokkur næstu ár. Geir Hallgrímsson fékk nokkra vísbendingu um þau óveðursský, sem voru að hrannast upp á himni stjórnmálanna, í prófkjöri sjálf- stæðismanna fyrir þingkosningarnar. Þar lenti Albert Guðmundsson í efsta sæti, sem Geir hafði skipað áður. Albert hlaut 7.475 atkvæði, 77,7%, Geir 7.053 atkvæði, 71,4%, en næst komu Ragnhildur Helga- dóttir og Ellert B. Schram. Gunnar Thoroddsen lenti í fimmta sæti og nýr maður, Friðrik Sophusson, í hinu sjötta, en þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson færðust niður. Sá háttur var hafður á, að krossað var við nöfn frambjóðenda á sérstökum lista, en ekki merkt við, í hvaða sæti þátttakendur vildu hafa frambjóðendur, og hafði nokkur hópur andstæðinga Geirs bundist samtökum um að krossa ekki við hann, en stuðningsmenn Geirs krossuðu á hinn bóg- inn nrargir við þá Albert Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen til þess að tryggja einingu út á við. Albert vék ekki úr fyrsta sætinu fyrir formanni flokksins, eins og Geir hafði gert fyrir Jóhanni Hafstein ár- ið 1971, enda mun ekki hafa verið eftir því leitað. í borgarstjórnarkosningunum 28. maí 1978 gerðist það, sem aldrei hafði gerst áður í sögu Sjálfstæðisflokksins, að hann missti meirihlut- ann í borgarstjórn Reykjavíkur. Enginn vafi er á því, eins og sá er þetta ritar benti á í grein í Morgunblaðinu 31. maí 1978, að þessi ósig- ur var að mestu leyti vegna óvinsælda ríkisstjórnarinnar, en ekki vegna óánægju með störf Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra og annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. í þingkosningunum mán- uði síðar, 25. júní, tapaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan miklu og fékk hann þá lægsta hlutfall, sem hann hafði nokkurn tíma fengið, 32,7%. Margt bendir til að útkoman hefði orðið enn dapurlegri ef borgar- stjórnaráfallið hefði ekki áður dunið yfir. Fékk flokkurinn 20 þing- menn, missti fimm þingsæti. Til þess að sýna úrslitin í réttu ljósi má benda á, að þeir tveir flokkar, sem kenndu sig við sósíalisma, Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn, höfðu fyrir kosningar saman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.